Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 97
KANASTA
93
hefði fryst með lausaspili. Fryst-
ingu lýkur jafnskjótt og einhver
spilamanna hefur klófest kast-
stokkinn.
Svo er reiknishaldið. Þeir
samspilarar, sem loka — áður
en allur stokkurinn hefur verið
dreginn — fá 100 aukastig. Fyr-
ir að leggja öll spilin á hend-
inni í einu (án þess að hafa
lagt áður) fást einnig 100 auka-
stig. Samspilarar fá 100 stig
fyrir hvern rauðan þrist, sem
þeir hafa lagt á borðið, og þeir
samspilarar, sem hafa alla
fjóra þristana, fá 800 stig fyrir
þá. En 100 stig koma til frá-
dráttar fyrir hvern rauðan
þrist, sem spilari hefur á hend-
inni þegar lokað er og einnig
ef hann eða meðspilari hans hafa
ekki lagt neinar sagnir þegar
lokað er.
Fyrir blandaða kanasta, þ. e.
kanasta, sem er í eitt eða fleiri
lausaspil, fást 300 stig, en fyrir
hreina kanasta 500 stig.
Spil, sem lögð hafa verið á
borðið (eins þótt þau séu í kan-
asta — þó ekki rauðir þristar),
gefa gildi sitt í stigum, en spilin
sem eftir eru á hendinni þegar
spilinu lýkur, koma til frádrátt-
ar samkvæmt gildi sínu, nema
svartir þristar, þeir hafa tvö-
falt frádráttargildi (10). Sögn
má ekki búa til úr svörtum þrist-
um, nema spilamaður sé að loka.
Við lok hvers spils er nettó-
stigatala samspilaranna hvorra
um sig færð þeim til tekna. Þeir
samspilarar, sem fyrr fá 5000
stig, hafa unnið.
Áður var þess getið, að fyrsta
sögn (opnun) verði að gefa að
minnsta kosti 50 stig. Þegar
líður á spilið hækkar þessi lág-
markstala sem hér segir: með-
an samspilarar hafa minna en
1500 stig er lágmarksstigatalan
50, frá 1500—2995 er hún 90 og
frá 3000—4995 er hún 120. Ef
stigatala samspilara er mínus,
er einskis lágmarks krafizt.
I tveggja manna kanasta gilda
að mestu leyti sömu reglur og
í fjögra manna kanasta. Gefin
eru 15 spil. Til þess að mega
loka verður spilamaður að hafa
fengið tvær kanasta. Þó geta
spilamenn komið sér saman um
að ein kanasta nægi.
1 þriggja manna kanasta eru
gefin 13 spil, að öðru leyti
gilda sömu reglur og um f jögra
manna kanasta.
í fimm manna kanasta draga
menn sig saman. Þeir tveir sem