Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 40
36
ÚRVAL
þeirra, því að hún bilaði. Casa-
nova minntist þess í ellinni, að
þessi fyrstu kynni sín af ástinni
hefðu verið unaðsleg í alla staði.
Amma hans vildi, að hann
gengi í þjónustu kirkjunnar, og
um skeið virtist sem glæsileg
framtíð biði hans á þeim vett-
vangi. Sautján ára fékk hann
leyfi til að prédika í f jölsóttustu
kirkju Feneyja. Hann var svo
glæsilega klæddur og talaði af
slíkum hita, að hin sérstöku
samskot, sem gerð voru hans
vegna, færðu honum ekki að-
eins óvenjumikið fé, heldur enn
óvenjulegra safn ástarbréfa frá
hefðarfrúm safnaðarins.
Casanova þóttist nú sjá, að
fleira mundi geta fylgt prest-
skapnum en guðfræði, og hann
fylltist oftrausti. Næst þegar
hann prédikaði, kom hann ó-
undirbúinn, en þegar til kom
mátti hann ekki mæla fyrir
taugaóstyrk. Tók hann þá til
bragðs að gera sér upp öngvit
og var borinn ofan úr prédikun-
arstólnum. Skömmu seinna var
honum vikið úr prestaskólanum
fyrir hneykslanlega og ósiðlega
hegðun, og þá hóf hann ævin-
týraferil sinn, sem stóð óslit-
inn í sex áratugi.
Hann fékkst við ótalmargt um
ævina: hermennsku, prestskap,
njósnir, blaðamennsku, stjórn-
mál, iðnað og kaupmennsku.
Hann dvaldi langdvölum í fang-
elsum og höllum fyrirmanna.
Stundum lifði hann í aumustu
örbirgð, stundum við auð og alls-
nægtir og jós út fé af kæruleysi,
sem jafnvel samtíðarmönnum
hans ofbauð. Enn er allt á huldu
um hvaðan hann fékk allan auð
sinn, en sjálfur getur hann um
þrjár megintekjulindir: svik í
spilum, eða „hjálpsemi við ham-
ingjuna“ eins og hann kallaði
það; de Bragadin, og d’Urfé
markgreifafrú.
De Bragadin var öldungadeild-
armaður í Feneyjum, sem hitti
Casanova af tilviljun, varð heill-
aður af honum og tók hann sér
í sonarstað, lét honum í té her-
bergi í höll sinni, skotsilfur og
vernd gegn lögreglunni. Hann
trúði því, að Casanova væri f jöl-
kunnugur og Casanova ól á
þeirri trú. Honum þótti samt
vænt um gamla manninn, þótt
algert afskiptaleysi hans af
kvenfólki staðfesti hann í þeirri
skoðun, að hann væri ekki með
öllum mjalla.
D’Urfe greifafrú var vellauð-
ug og áreiðanlega ekki með öll-
um mjalla. Frá fyrstu fundum