Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 10
6
tTRVAL
Ég veit ekki hvenær afstaða
mín byrjaði að breytast, en
breytingin kom smátt og smátt.
Fyrsta skrefið var að sætta sig
við orðinn hlut, en það skref
varð ég að taka æ ofan í æ. Það
eitt að sjá heilbrigða dóttur ná-
grannans gera það, sem ég
vissi, að barnið mitt gat aldrei
gert, nægði til að steypa mér
aftur í dýpstu örvæntingu. En
ég lærði að rísa upp aftur, og
þörfin knúði mig að lokum til
að hugsa um hvaða ráðstafan-
ir ég ætti að gera vegna fram-
tíðar barnsins. Ef fullt öryggi
hefði verið fyrir hana að vera
hjá mér, hefði ég talið það bezt,
því að ég trúði því ekki, að
nokkur gæti skilið hana eins vel
og ég, eða gert fyrir hana það
sem ég gat gert. En ef ég dæi
fyrir aldur fram, hvað yrði þá
um hana? Heimurinn er ekki
fyrir þá sem eru hjálparvana.
Það bezta sem hægt var að vona
var, að hún yrði sendi heim til
Bandaríkjanna og látin þar á
hæli. Þar yrði hún, ein og ó-
studd, að venjast því að vera án
alls þess, sem heimilið hafði
verið henni. Hún mundi ekki
skilja, hvers vegna þetta væri
á hana lagt, og hin óskiljan-
lega breyting og söknuður gætu
orðið henni ofviða. Ég komst
að þeirri niðurstöðu, að bezt
mundi að þessi breyting yrði
meðan mín naut við. Hún gæti
smám saman flutt rætur sínar
frá heimili okkar til nýs heim-
ilis, ef hún vissi að ég væri ná-
lægt og kæmi oft til hennar.
Lítið atvik varð til þess að
opna augu mín til fulls. Ame-
rískur nágranni okkar átti litla
telpu á aldur við mína. Þær
höfðu alltaf verið boðnar í af-
mæli hvor til annarrar, en dag
nokkurn þegar þessi litla telpa
var í heimsókn hjá okkur, sagði
hún við mig í barnslegri ein-
feldni sinni: „Mamma segir, að
ég geti ekki boðið aumingja
litlu stúlkunni þinni í afmælið
mitt næst.“
Þetta reyndist rétt. Það kom
ekkert boð. Hinn mikli aðskiln-
aður var byrjaður. Þá varð
mér ljóst, að ég varð að finna
annað umhverfi fyrir barnið
mitt, þar sem hún væri ekki
fyrirlitin og útskúfuð, þar sem
hún gæti fundið vini á sínu
þroskastigi og umhverfi við sitt
hæfi.
En mér fannst, að áður en
ég sendi hana frá mér, yrði ég
að prófa getu hennar vandlega,
svo að ég gæti betur valið fram-