Úrval - 01.12.1950, Side 10

Úrval - 01.12.1950, Side 10
6 tTRVAL Ég veit ekki hvenær afstaða mín byrjaði að breytast, en breytingin kom smátt og smátt. Fyrsta skrefið var að sætta sig við orðinn hlut, en það skref varð ég að taka æ ofan í æ. Það eitt að sjá heilbrigða dóttur ná- grannans gera það, sem ég vissi, að barnið mitt gat aldrei gert, nægði til að steypa mér aftur í dýpstu örvæntingu. En ég lærði að rísa upp aftur, og þörfin knúði mig að lokum til að hugsa um hvaða ráðstafan- ir ég ætti að gera vegna fram- tíðar barnsins. Ef fullt öryggi hefði verið fyrir hana að vera hjá mér, hefði ég talið það bezt, því að ég trúði því ekki, að nokkur gæti skilið hana eins vel og ég, eða gert fyrir hana það sem ég gat gert. En ef ég dæi fyrir aldur fram, hvað yrði þá um hana? Heimurinn er ekki fyrir þá sem eru hjálparvana. Það bezta sem hægt var að vona var, að hún yrði sendi heim til Bandaríkjanna og látin þar á hæli. Þar yrði hún, ein og ó- studd, að venjast því að vera án alls þess, sem heimilið hafði verið henni. Hún mundi ekki skilja, hvers vegna þetta væri á hana lagt, og hin óskiljan- lega breyting og söknuður gætu orðið henni ofviða. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi að þessi breyting yrði meðan mín naut við. Hún gæti smám saman flutt rætur sínar frá heimili okkar til nýs heim- ilis, ef hún vissi að ég væri ná- lægt og kæmi oft til hennar. Lítið atvik varð til þess að opna augu mín til fulls. Ame- rískur nágranni okkar átti litla telpu á aldur við mína. Þær höfðu alltaf verið boðnar í af- mæli hvor til annarrar, en dag nokkurn þegar þessi litla telpa var í heimsókn hjá okkur, sagði hún við mig í barnslegri ein- feldni sinni: „Mamma segir, að ég geti ekki boðið aumingja litlu stúlkunni þinni í afmælið mitt næst.“ Þetta reyndist rétt. Það kom ekkert boð. Hinn mikli aðskiln- aður var byrjaður. Þá varð mér ljóst, að ég varð að finna annað umhverfi fyrir barnið mitt, þar sem hún væri ekki fyrirlitin og útskúfuð, þar sem hún gæti fundið vini á sínu þroskastigi og umhverfi við sitt hæfi. En mér fannst, að áður en ég sendi hana frá mér, yrði ég að prófa getu hennar vandlega, svo að ég gæti betur valið fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.