Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 38
34
tJRVAL
móðguð. „Að hugsa sér,“ sagði
hún hlæjandi, ,,að nokkur skuli
bera fram ástarjátningu á þenn-
an hátt, á sverðsoddi, ef svo
mætti segja, í stað þess að gera
það blítt og ísmeygilega.“ Svar
Casanova sýndi henni, að hún
var ekki í návist hversdags-
manns. ,,Ungfrú,“ sagði hann,
„ég er hvorki blíður, kurteis né
viðkvæmur; ég er ástríðufullur.
Komið, við megum engan tíma
missa!“ Hann var að kyssa hönd
hennar, þegar liðsforinginn kom
inn. Hinn aldni stríðsmaður sá
strax, að stríðið var tapað, og
með því að herferðin var þeg-
ar orðin of löng og kostnaðar-
söm, hvarf hann á brott.
Þannig voru fyrstu fundir
þeirra Casanova og Henriette.
Næstu þrír mánuðir liðu í dýr-
legum fagnaði. Hann hafði ver-
ið heppinn í spilum og skorti
ekki fé. Þau voru ung, ástríðu-
full, kát, blíðlynd og ástfangin
og áttu sér enga aðra ósk en að
mega njóta návistar hvors ann-
ars. Henriette vildi lifa’ kyrrlátu,
næstum huldu lífi, og kom það
sér ágætlega fyrir Casanova. En
endalok þessa unaðar urðu jafn-
skjót og upphafið, þegar franski
sendiherrann sá Henriette dag
einn og virtist þekkja hana.
Samningar hófust, og sendi-
herrann þrábað klukkustundum
saman lágri, ákafri röddu, en
Henriette grét án afláts. Casa-
nova vissi ekki hvað fór á milli
þeirra. Honum var sýnd full
kurteisi, en gefið ótvírætt í skyn,
að hann mætti ekki blanda sér
í þetta og einskis spyrja. Það
var nokkurn veginn augljóst, að
Henriette var af tignum, frönsk-
um ættum og hafði strokið að
heiman, og að sendiherrann var
að reyna að fá hana til að hverfa
heim á kyrrlátan hátt.
Að lokum tókst honum að
telja stúlkunni hughvarf. Casa-
nova var leyft að fylgja henni
til Geneve, þar sem þau áttu
saman síðustu nótt sína á Hotel
des Balances og grétu þau
grimmu örlög, sem skildu þau
að. Daginn eftir hélt Henriette
ein áfram, en þegar hún var
farin, sá Casanova, að hún hafði
rist með dementshring sínum á
rúðuna í herberginu: „Þú munt
gleyma Henriette“. Casanova
yfirbugaðist af gráti, fleygði sér
á kalt rúmið og grét unz svefn-
inn miskunnaði sig yfir hann.
Tólf árum seinna dvaldi hann
á sama gistihúsi og lenti af til-
viljun í sama herbergi. Hann
var þá ekki lengur ungur. Hann