Úrval - 01.12.1950, Page 38

Úrval - 01.12.1950, Page 38
34 tJRVAL móðguð. „Að hugsa sér,“ sagði hún hlæjandi, ,,að nokkur skuli bera fram ástarjátningu á þenn- an hátt, á sverðsoddi, ef svo mætti segja, í stað þess að gera það blítt og ísmeygilega.“ Svar Casanova sýndi henni, að hún var ekki í návist hversdags- manns. ,,Ungfrú,“ sagði hann, „ég er hvorki blíður, kurteis né viðkvæmur; ég er ástríðufullur. Komið, við megum engan tíma missa!“ Hann var að kyssa hönd hennar, þegar liðsforinginn kom inn. Hinn aldni stríðsmaður sá strax, að stríðið var tapað, og með því að herferðin var þeg- ar orðin of löng og kostnaðar- söm, hvarf hann á brott. Þannig voru fyrstu fundir þeirra Casanova og Henriette. Næstu þrír mánuðir liðu í dýr- legum fagnaði. Hann hafði ver- ið heppinn í spilum og skorti ekki fé. Þau voru ung, ástríðu- full, kát, blíðlynd og ástfangin og áttu sér enga aðra ósk en að mega njóta návistar hvors ann- ars. Henriette vildi lifa’ kyrrlátu, næstum huldu lífi, og kom það sér ágætlega fyrir Casanova. En endalok þessa unaðar urðu jafn- skjót og upphafið, þegar franski sendiherrann sá Henriette dag einn og virtist þekkja hana. Samningar hófust, og sendi- herrann þrábað klukkustundum saman lágri, ákafri röddu, en Henriette grét án afláts. Casa- nova vissi ekki hvað fór á milli þeirra. Honum var sýnd full kurteisi, en gefið ótvírætt í skyn, að hann mætti ekki blanda sér í þetta og einskis spyrja. Það var nokkurn veginn augljóst, að Henriette var af tignum, frönsk- um ættum og hafði strokið að heiman, og að sendiherrann var að reyna að fá hana til að hverfa heim á kyrrlátan hátt. Að lokum tókst honum að telja stúlkunni hughvarf. Casa- nova var leyft að fylgja henni til Geneve, þar sem þau áttu saman síðustu nótt sína á Hotel des Balances og grétu þau grimmu örlög, sem skildu þau að. Daginn eftir hélt Henriette ein áfram, en þegar hún var farin, sá Casanova, að hún hafði rist með dementshring sínum á rúðuna í herberginu: „Þú munt gleyma Henriette“. Casanova yfirbugaðist af gráti, fleygði sér á kalt rúmið og grét unz svefn- inn miskunnaði sig yfir hann. Tólf árum seinna dvaldi hann á sama gistihúsi og lenti af til- viljun í sama herbergi. Hann var þá ekki lengur ungur. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.