Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 115

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 115
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE 111 komst til mín, svo kem ég nú til þín.“ Þegar Holmes, Watson og lögregluforinginn þjóta inn í húsið og upp stigann, æðir hann á móti þeim, bendir á gluggann, þar sem draugsásjónan blasir við, og hrópar: ,,Bjargið mér! Guð minn góður! Hann er kom- inn til mín, eins og ég kom til hans.“ Síðan játar hann morðið á sig. Hann krotaði stafina á skamm- byssuskeftið og laumaði henni í dragkistuna, þar sem hún fannst — hann hafði líka sett moldina úr garði gamla manns- ins á stigann. Tilgangur hans var að losna við keppinaut sinn, svo að hann gæti eignazt stúlk- una og auðæfi hennar. Doyle hefur sennilega hætt við að skrifa þessa sögu, af því að honum hefur fundizt, að atriðið með stultana gæti tæplega stað- izt. — Enda þótt Doyle vandaði sig mjög, var hann sjaldan lengur en viku með hverja Holmessögu. Meðan hann bjó í Norwood, þar sem hann samdi margar sögurn- ar, vann hann frá morgunverði til hádegis og síðan frá klukk- an fimm til átta á kvöldin, og skrifaði til jafnaðar þrjú þús- und orð á dag. Honum komu oft söguefnin í hug, þegar hann var á gönguferðum eða var að leika krikket eða tennis. * Þegar Doyle var fjörutíu og þriggja ára gamall, var hann orðinn einn af frægustu mönn- um í heimi og ef til vill vinsæl- asti rithöfundur veraldar. Vin- sældir hans má ráða af tilboði, sem hann fékk árið 1903. Til- boðið var frá Ameríku og var á þessa leið: Ef hann vildi endurlífga Hol- mes, með því að leiðrétta at- burðinn við Reichenbachfossinn með einhverju móti, bauðst hinn ameríski útgefandi til að borga. fimm þúsund pund fyrir hverja Holmessögu, sem hann kynni að skrifa. Og þessi greiðsla var að- eins fyrir ameríska útgáfurétt- inn. Hann sendi umboðsmanni sín- um bréfspjald og skrifaði aðeins þessi fjögur orð á það: ,,Gott og vel. A. C. D.“ Hann hafði nú lofaði að vekja Holmes aftur til lífsins, og því varð hann að finna eitthvert ráð til þess að koma honum upp úr fossgljúfrinu heilum á húfu. ,,Ég hef lokið við fyrstu sög- una, sem ég kalla Ævintýrið um mannlausa húsið,“ skrifaði hann móður sinni. ,,Jean benti mér á söguefnið, og ég álít það ágætt. Þú átt eftir að komast að raun um, að Holmes dó ekki, og að hann er ennþá bráðlifandi." Hann var kvíðinn, meðan hann var að semja fyrstu fjórar sög- urnar; hann taldi réttilega að þær yrðu prófsteinn á það, hvort hæfileikar hans á þessu sviði væru hinir sömu og áður. En kvíði hans var ástæðulaus. Þegar Ævintýrið um mannlausa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.