Úrval - 01.12.1950, Page 115
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
111
komst til mín, svo kem ég nú
til þín.“ Þegar Holmes, Watson
og lögregluforinginn þjóta inn
í húsið og upp stigann, æðir hann
á móti þeim, bendir á gluggann,
þar sem draugsásjónan blasir
við, og hrópar: ,,Bjargið mér!
Guð minn góður! Hann er kom-
inn til mín, eins og ég kom til
hans.“
Síðan játar hann morðið á sig.
Hann krotaði stafina á skamm-
byssuskeftið og laumaði henni
í dragkistuna, þar sem hún
fannst — hann hafði líka sett
moldina úr garði gamla manns-
ins á stigann. Tilgangur hans
var að losna við keppinaut sinn,
svo að hann gæti eignazt stúlk-
una og auðæfi hennar.
Doyle hefur sennilega hætt við
að skrifa þessa sögu, af því að
honum hefur fundizt, að atriðið
með stultana gæti tæplega stað-
izt. —
Enda þótt Doyle vandaði sig
mjög, var hann sjaldan lengur
en viku með hverja Holmessögu.
Meðan hann bjó í Norwood, þar
sem hann samdi margar sögurn-
ar, vann hann frá morgunverði
til hádegis og síðan frá klukk-
an fimm til átta á kvöldin, og
skrifaði til jafnaðar þrjú þús-
und orð á dag. Honum komu oft
söguefnin í hug, þegar hann var
á gönguferðum eða var að leika
krikket eða tennis.
*
Þegar Doyle var fjörutíu og
þriggja ára gamall, var hann
orðinn einn af frægustu mönn-
um í heimi og ef til vill vinsæl-
asti rithöfundur veraldar. Vin-
sældir hans má ráða af tilboði,
sem hann fékk árið 1903. Til-
boðið var frá Ameríku og var
á þessa leið:
Ef hann vildi endurlífga Hol-
mes, með því að leiðrétta at-
burðinn við Reichenbachfossinn
með einhverju móti, bauðst hinn
ameríski útgefandi til að borga.
fimm þúsund pund fyrir hverja
Holmessögu, sem hann kynni að
skrifa. Og þessi greiðsla var að-
eins fyrir ameríska útgáfurétt-
inn.
Hann sendi umboðsmanni sín-
um bréfspjald og skrifaði aðeins
þessi fjögur orð á það: ,,Gott
og vel. A. C. D.“
Hann hafði nú lofaði að vekja
Holmes aftur til lífsins, og því
varð hann að finna eitthvert ráð
til þess að koma honum upp úr
fossgljúfrinu heilum á húfu.
,,Ég hef lokið við fyrstu sög-
una, sem ég kalla Ævintýrið um
mannlausa húsið,“ skrifaði hann
móður sinni. ,,Jean benti mér á
söguefnið, og ég álít það ágætt.
Þú átt eftir að komast að raun
um, að Holmes dó ekki, og að
hann er ennþá bráðlifandi."
Hann var kvíðinn, meðan hann
var að semja fyrstu fjórar sög-
urnar; hann taldi réttilega að
þær yrðu prófsteinn á það,
hvort hæfileikar hans á þessu
sviði væru hinir sömu og áður.
En kvíði hans var ástæðulaus.
Þegar Ævintýrið um mannlausa