Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 117
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
113
saka glæpamál, sem var ekki
hugarfóstur hans sjálfs, heldur
raunverulegur viðburður úr líf-
inu sjálfu.
*
Það var einn þungbúinn morg-
un, að verkamenn voru á leið
til vinnu sinnar í námahéraði
einu í Staffordshire. Það hafði
verið óveður um nóttina og lægði
ekki fyrr en undir morgun.
Drengur að nafni Henry Garrett
lagði leið sína yfir akur nálægt
einni námunni, og þar rakst
hann á námahest liggjandi í eðj-
unni, helsærðan og blóðugan.
Hesturinn hafði verið ristur á
kviðinn með beittu eggjárni.
Garrett hrópaði á hjálp og
hópur námumanna þusti á vett-
vang. Skömmu síðan kom lög-
reglan. Tuttugu lögregluþjónar
og leynilögreglumenn höfðu ver-
ið á verði þarna í grenndinni
um nóttina, eins og þeir höfðu
líka verið að undanförnu. Þetta
var í áttunda skiptið, sem skepna
hafði fundizt limlest á þessum
slóðum síðasta misserið. Frá
febrúar til ágústmánaðar 1903
voru hestar, kýr og kindur
drepnar af einhverjum vitfirr-
ingi, sem var svo slunginn, að
það var líkast því sem hann gæti
gert sig ósýnilegan. Lögreglunni
bárust mörg bréf, þar sem hæðst
var að getuleysi hennar í mál-
inu. Undir bréfunum voru ýmis
nöfn, tilbúin eða fölsuð. En þau
bréf, sem mestu máli skipta í
þessari frásögn, voru „undirrit-
uð“ af pilti í Walsallmenntaskól-
anum, sem var í sex mílna f jar-
lægð frá Great Wyrley. Það
sannaðist, að pilturinn var alger-
lega saklaus af þessum bréfa-
skriftum.
Það var enginn skemmtilestur
að lesa bréfin. Auðsætt var, að
það var brjálaður maður, sem
hafði skrifað þau. Það var eins
og hann hefði nautn af því að
lýsa limlestingunum. Hann
kvaðst vera meðlimur í glæpa-
mannaflokki, og nefndi nöfn
nokkurra manna, sem hann
sagði að væru í flokknum, en
þeir reyndust með öllu saklausir
af þessum ódæðisverkum. ,,Það
verður gaman í Wyrley í nóvem-
ber, þegar þeir byrja á stúlkun-
um, því að það verður gert út
af við tuttugu stúlkur á sama
hátt og hestana fyrir febrúar-
lok.“
Þessi síðasta hótun varð til
þess að hleypa öllu í uppnám í
þorpinu. Svo rann upp 18. ágúst
og hesturinn fannst lemstraður
á akrinum. Enn hafði ódæðis-
verkið verið endurtekið, enda
þótt tuttugu lögreglumenn hefðu
verið á verði um nóttina og þar
af þrír á akrinum.
Það var eins og Jakob kvið-
ristari væri kominn í héraðið.
Campbell lögregluforingi í sýslu-
lögreglunni rannsakaði hestinn
og tók ákvörðun sína.
Campbell, eins og raunar all-
ir starfsbræður hans, taldi sig
vita með vissu, hver illræðis-
maðurinn væri. I hálfrar mílu