Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 55
BROT
51
hann leit á unga manninn með
Ijósu augnabrúnirnar og rauð-
brúna andlitið. Honum geðjað-
ist vel að honum og datt í hug,
að hann gæti kannski ávarpað
hann og skýrt honum frá þessu
undarlega fyrirbrigði — hver
veit nema hann hafi einhvern-
tíma orðið fyrir svipaðri
reynslu ? Einhverntíma þegar
hann var þreyttur, örþreyttur.
En þá þyrfti hann að koma með
skýringar, og það yrði langt
samtal. Til þess hafði hann ekki
þrek nú.
Hann leit útundan sér, út um
gluggann, það var þessi ósjálf-
ráða vanahreyfing, sem í tutt-
ugu og tvö ár hafði samstundis
opinberað honum hvar á leiðinni
hann var staddur. En svo varð
hann aftur gripinn sömu kennd
óvissu og öryggisleysis — það
líður hjá, hugsaði hann. Það
hlýtur að líða hjá.
Feita konan við hlið hans tók
upp töskuna, sem stóð fyrir
framan hana á gólfinu, og bjó
sig til að fara. Þessi snjáða
taska úr grábrúnu leðri minnti
hann á konuna sína — og hon-
um létti aftur. Endurminningin
um hana var skýr, og hún vakti
hjá honum hamingju- og ör-
yggiskennd eins og alltaf þegar
hann hugsaði til hennar. Þegar
hann kæmi heim, í návist henn-
ar, mundi allt lagast aftur. Hið
sama hafði honum alltaf fund-
izt á stundum erfiðleika og efa-
semda.
Hann fór úr lestinni við
Grankulla. I annarri hendinni
hélt hann enn á kvöldblaðinu,
en í hinni á pakka með ýmsu
smávegis, sem konan hans hafði
beðið hann að kaupa. Nokkrir
kunningjar kinkuðu kolli til
hans, og hann tók undir kveðju
þeirra. En hann stóð kyrr.
Hann stóð á brautarpallinum;
gegnum stálgirðinguna milli
brautarsporanna sá hann aðal-
járnbrautarpallinn og gula
stöðvarhúsið, rauð einkennis-
húfa stöðvarstjórans bar við
skuggann af tröppunum. Tii
hægri var jafn straumur gang-
andi fólks gegnum opið hliðið
á varnargirðingunni yfir annað
brautarsporið, framhjá blað-
söluturninum, og dreifðist síðan
í skæru sólskininu, sem lýsti
alla liti. Annar fólksstraumur
leitaði til vinstri, upp háu tröpp-
urnar og yfir brúna, sem lá yfir
sporin; allir voru að flýta sér.
Allir vildu sem fyrst komast
heim, þvo sér, skipta um föt,
hvíla sig á sólpalli eða í svöl-