Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 103
ÆVTSAGA A. CONAN DOYLE
99
„En, góði minn, við vorum að
tala um kaþólsku kirkjuna.“
,,Já, ég veit það.“
,,Og það er allt annað mál.“
„Hvernig þá, Bick frændi?“
,,Af því að það, sem við trú-
um á, er sannleikur.“
Þetta einfalda svar skapaði
það djúp á milli þeirra, sem ekki
varð brúað. Arthur fylltist sárri
gremju til skyldfólks síns. Hann
hét því að verða aldrei neitt upp
á það kominn, úr því að það
vildi hindra hann í að hlýða rödd
samvizku sinnar. Þegar dyrnar
lokuðust á eftir honum, vissi
hann að þær höfðu lokazt fyrir
fullt og allt. Og framtíðin? Hann
fékk ekki einu sinni svar við
umsóknunum, þegar hann sótti
um stöður. En einn góðan veður-
dag kom símskeyti frá vini hans,
sem orðið hafði gjaldþrota, dr.
Budd. Budd, sem hafði flutzt frá
Bristol til Plymouth, kvaðst
hafa meira en nóg að gera og
bauð Arthur að koma til sín.
Arthur vildi ekki sleppa þessu
ágæta tækifæri og afréð að fara,
en móðir hans var því andvíg,
því að henni hafði aldrei litizt
á Budd og treysti honum ekki.
Það voru engar ýkjur, að
Budd hafði tekizt að hæna að
sér mikinn fjölda sjúklinga —
hiðstofur hans voru fullar af
fólki og sömuleiðis stiginn og
gangarnir. Honum hafði tekizt
þetta með auglýsingastarfsemi
0g ýmsum brellum, auk læknis-
hæfileika sinna, en hann var all-
góður læknir.
Budd lét Arthur fá litla lækn-
ingastofu til afnota, og vísaði
til hans þeim sjúklingum, sem
hann kærði sig ekki um sjálfur.
Tekjur Arthurs voru eitt til tvö
sterlingspund á viku, en Budd
græddi á tá og fingri.
Móðir Arthurs skrifaði hon-
um bréf, þar sem hún ráðlagði
honum að slíta öllu sambandi
við Buddhjónin, því að honum
væri ekki samboðið að hafa
kunningsskap við slíkt fólk. Son-
urinn tók svari Budds og mun-
aði minnstu, að af því hlytist
óvinátta milli hans og móður-
innar. En áður en til þess kæmi,
lenti bréfið 1 höndum Buddhjón-
anna og þau lásu það.
Budd lét sem ekkert væri
fyrst í stað, en síðan fór hann
að láta á sér skilja, að Arthur
spillti atvinnumöguleikum hans.
Hann sagði sem svo, að þegar
hinir fáfróðu sjúklingar sæju
nöfn tveggja lækna á hurðinni,
misstu þeir kjarkinn og hyrfu
á brott; þeir vildu hitta dr.
Budd, en væru hræddir um að
lenda í höndunum á dr. Conan
Doyle.
Doyle varð svo mikið um
þetta, að hann náði sér umsvifa-
laust í klaufhamar og reif skilt-
ið sitt af hurðinni. „Þetta skal
ekki spilla fyrir þér framar,“
sagði hann.
Budd reyndi að blíðka hann
og bauðst til að lána honum fé,
til þess að hann gæti komið sér