Úrval - 01.12.1950, Síða 103

Úrval - 01.12.1950, Síða 103
ÆVTSAGA A. CONAN DOYLE 99 „En, góði minn, við vorum að tala um kaþólsku kirkjuna.“ ,,Já, ég veit það.“ ,,Og það er allt annað mál.“ „Hvernig þá, Bick frændi?“ ,,Af því að það, sem við trú- um á, er sannleikur.“ Þetta einfalda svar skapaði það djúp á milli þeirra, sem ekki varð brúað. Arthur fylltist sárri gremju til skyldfólks síns. Hann hét því að verða aldrei neitt upp á það kominn, úr því að það vildi hindra hann í að hlýða rödd samvizku sinnar. Þegar dyrnar lokuðust á eftir honum, vissi hann að þær höfðu lokazt fyrir fullt og allt. Og framtíðin? Hann fékk ekki einu sinni svar við umsóknunum, þegar hann sótti um stöður. En einn góðan veður- dag kom símskeyti frá vini hans, sem orðið hafði gjaldþrota, dr. Budd. Budd, sem hafði flutzt frá Bristol til Plymouth, kvaðst hafa meira en nóg að gera og bauð Arthur að koma til sín. Arthur vildi ekki sleppa þessu ágæta tækifæri og afréð að fara, en móðir hans var því andvíg, því að henni hafði aldrei litizt á Budd og treysti honum ekki. Það voru engar ýkjur, að Budd hafði tekizt að hæna að sér mikinn fjölda sjúklinga — hiðstofur hans voru fullar af fólki og sömuleiðis stiginn og gangarnir. Honum hafði tekizt þetta með auglýsingastarfsemi 0g ýmsum brellum, auk læknis- hæfileika sinna, en hann var all- góður læknir. Budd lét Arthur fá litla lækn- ingastofu til afnota, og vísaði til hans þeim sjúklingum, sem hann kærði sig ekki um sjálfur. Tekjur Arthurs voru eitt til tvö sterlingspund á viku, en Budd græddi á tá og fingri. Móðir Arthurs skrifaði hon- um bréf, þar sem hún ráðlagði honum að slíta öllu sambandi við Buddhjónin, því að honum væri ekki samboðið að hafa kunningsskap við slíkt fólk. Son- urinn tók svari Budds og mun- aði minnstu, að af því hlytist óvinátta milli hans og móður- innar. En áður en til þess kæmi, lenti bréfið 1 höndum Buddhjón- anna og þau lásu það. Budd lét sem ekkert væri fyrst í stað, en síðan fór hann að láta á sér skilja, að Arthur spillti atvinnumöguleikum hans. Hann sagði sem svo, að þegar hinir fáfróðu sjúklingar sæju nöfn tveggja lækna á hurðinni, misstu þeir kjarkinn og hyrfu á brott; þeir vildu hitta dr. Budd, en væru hræddir um að lenda í höndunum á dr. Conan Doyle. Doyle varð svo mikið um þetta, að hann náði sér umsvifa- laust í klaufhamar og reif skilt- ið sitt af hurðinni. „Þetta skal ekki spilla fyrir þér framar,“ sagði hann. Budd reyndi að blíðka hann og bauðst til að lána honum fé, til þess að hann gæti komið sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.