Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 120
116
■DRVAL
á þessu,“ sagði hann á leiðinni
til lögreglustöðvarinnar. ,,Ég
hef búizt við þessu í nokkurn
tíma.“ Þessi orð voru bókuð og
notuð í réttarhöldunum sem
vottur um slæma samvizku hans.
„Getið þér gert grein fyrir
hvar þér voruð staddur kvöldið
17. ágúst og aðfaranótt 18.
ágúst, þegar hesturinn var lim-
lestur?“
,,Ég kom heim frá skrifstofu
minni klukkan hálfsjö. Ég var
nokkra stund heima. Síðan fór
ég til skósmiðsins í Bridgetown
og var kominn þangað klukkan
rúmlega hálfníu. Ég var í blá-
um frakka." Þetta var staðfest
af skósmiðnum, John Hand.
„Kvöldverðurinn átti ekki að
vera tilbúinn fyrr en hálftíu.
Ég fékk mér því göngutúr. Það
hljóta einhverjir að hafa séð
mig. Það hafði rignt um daginn,
enda þótt nú væri stytt upp.“
(Þarna fann Conan Doyle
skýringuna á moldinni á buxna-
skálmunum og leðjunni á skón-
um. Það var sama leðjan og
var á þjóðveginum. Þeir hlutu
þó að geta greint á milli svörtu
leðjunnar á veginum og rauð-
gula jarðvegsins á akrinum?)
„Síðan hélt ég heim til prests-
setursins," hélt Georg áfram.
„Þá var klukkan hálftíu. Ég
borðaði og fór í rúmið. Ég sef
í sama herbergi og faðir minn
og fór ekki út fyrir dyr fyrr
en klukkuna vantaði tuttugu
mínútur í sjö morguninn eftir.“
Presturinn vottaði, að hann
svæfi jafnan laust og ekki sízt
umrædda nótt, vegna óveðurs-
ins. Hann kvaðst ávallt læsa her-
bergisdyrunum og óhugsandi
væri, að sonur sinn hefði farið
út um nóttina án sinnar vit-
undar.
Þegar fréttin um handtöku
Georgs Edalji barst út, brauzt
heift almennings út í ljósum
loga. Hatur fólks á hinum unga
Indverja var svo taumlaust, að
litlu munaði að hann væri tek-
inn af lífi án dóms og laga.
Lögreglan flutti hann í lokuð-
um vagni til Camrock, en múg-
ur manns gerði atlögu að vagn-
inum og tókst að rífa vagnhurð-
ina af hjörunum.
Hinn 20. október 1903 var mál
Georgs tekið fyrir.
Hann var sakaður um að hafa
farið að heiman milli klukkan
tvö og þrjú um nóttina, læðst
framhjá varðmönnunum, klifið
yfir girðingu, sem var meðfram
járnbrautinni, og limlest hest-
inn. Síðan átti hann að hafa far-
ið heim til sín aftur eftir króka-
leiðum, yfir skurði og girðingar.
En hafði lögreglan ekki hald-
ið vörð um prestssetrið nóttina
sem ódæðið var framið?
Svar lögreglunnar var bæði já
og nei. Nóttina áður höfðu sex
menn verið á verði hjá prests-
setrinu. En hvað þeir voru marg-
ir umrædda nótt, var ekki vitað.
Það hafði ekki legið fyrir nein
sérstök skipun um að halda vörð