Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 92
88
ÚRVAL
myndum er hún óásjáleg' og
klossuð. Persónutöfrar hennar
eiga uppsprettu sína í hjarta-
hlýju, göfuglyndi, góðum gáfum
og heiðarleika, auk þess sem hún
hefur lært að klæða sig og
snyrta í samræmi við sköpulag
sitt og persónuleika.
Hin eina eftirsóknarverða feg-
urð er í raun og veru innri neisti,
sem kviknar af samruna sterkr-
ar skapgerðar og jákvæðrar af-
stöðu til lífsins. Ef þessi neisti
er fyrir hendi, mun hann skína
í gegn. Andlitsfegurð æsku-
mannsins er aðeins ytra borð,
sem fölnar skjótt með aldrin-
um; og áður en það fölnar, get-
ur það gefið eiganda sínum
hættulega ranga hugmynd um
sjálfan sig. En sá sem öðlast
hinn innri neista, hefur eignazt
fegurð, sem er óháð aldri eða
útliti.
CSD A CVO
Hjálp í viðlögTim.
Ung blómarós sótti námskeið í „hjálp i viðlögum“ og var
nýbúin að læra lífgun úr dauðadái, kvöid eitt, er hún var á
gangi á götu og sá mann liggjá þar á grúfu.
Hún brá skjótt við og byrjaði að gera á honum lifgxmar-
tilraunir. Von bráðar bærði maðurinn á sér og leit upp.
„Ungfrú góð,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvað þér meinið,
en má ég biðja yður að hætta að kitla mig. Ég er að lýsa
manninum hérna niðri í holræsinu, og ég get misst lampann."
— Irene Ogden í „Magazine Digest".
Skáti gerir góðverk.
Skáti fann umslag með aðgöngumiðum að leikhúsi. Utan á
umslaginu var nafn og heimilisfang, og drengurinn fór þangað
méð umslagið ásamt yngra bróður sínum.
Um leið og hinn rétti eigandi tók við aðgöngumiðunum
þakkaði hann skátanum og bauð honum einn dollar í fundar-
laun. „Nei, takk, ég er skáti,“ sagði drengurinn. „Þetta er
góðverkið mitt í dag.“
Maðurinn var að því kominn að setja seðilinn I veskið sitt
aftur, þegar drengurinn bætti við: ,,En litli bröðir minn þama
er ekki skáti.“
— Wall Street Journal.