Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 121

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 121
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE 117 um prestssetrið; aðeins almenn skipun um varðgæzlu á þeim slóðum. Kviðdómurinn dæmdi Georg Edalji sekan. Hann hlaut sjö ára hegningarvinnu. Þetta var í októbermánuði 1903. Að vísu hafði hestur ver- ið limlestur, meðan Georg sat í varðhaldi, en saksóknarinn hélt því fram, að „Wyrley glæpa- mannaflokkurinn“ væri þar að verki. I nóvember barzt enn eitt bréf og annar hestur var drep- inn. Edalji var þá kominn í fang- elsi og farinn að afplána refs- ingu sína. Seint á árinu 1906, þegar hann hafði setið í fangelsi í þrjú ár, var hann allt í einu látinn laus. Honum voru ekki gefnar upp sakir. Enginn gat sagt honum, hvers vegna honum hefði verið sleppt úr haldi. Hann var áfram háður eftirliti lögreglunnar. Vin- ir hans söfnuðu nokkur þúsund nöfnum undir bænarskjal til inn- anríkisráðherrans, þar sem þess var beiðst, að málið yrði tekið fyrir aftur. Það bar engan ár- angur. Og engar skýringar feng- ust á því, hvers vegna Georg hefði verið sleppt úr fangelsinu. ,,Og hvað á ég nú að taka til bragðs?“ spurði Georg. ,,Ég hef auðvitað verið strikaður út úr tölu málafærslumanna. En er ég saklaus eða er ég sekur? Þeir vilja ekki segja mér það.“ „Vilja þeir þaö eJcki, ha ?“ sagði Conan Doyle. Þannig lá málið fyrir, þegar Doyle hafði lokið við að lesa blaðaúrklippurnar og beiðni Ge- orgs Edalji um hjálp. Doyle ein- beitti sér við rannsókn þessa dularfulla máls í átta mánuði og vann ekkert að öðrum rit- störfum á meðan. Hann greiddi allan kostnaðinn við rannsókn- ina úr eigin vasa og honum tókst líka að ráða gátuna og komast að því, hver var hinn seki. Hann viðaði að sér öllum gögnum varðandi málið og skrif- aði öllum, sem eitthvað voru við það riðnir, áður en hann mælti sér mót við Georg Edalji. Þeir hittust í janúarmánuði 1907 í hóteli einu í London. „Þegar ég sá Georg Edalji í fyrsta skipti,“ skrifar Doyle, „virtist mér ekkert ólíklegra en að hann væri glæpamaðurinn. Hann hafði komið til hótelsins eftir beiðni minni, en ég hafði tafizt, og þegar ég kom, var hann að lesa í blaði. Ég þekkti hann strax á hörundslitnum og fór að virða hann fyrir mér. Hann hélt blaðinu alveg upp að andlitinu og dálítið skökku . ..“ ,,Þér eruð herra Edalji,“ sagði ConanDoyle og kynnti sig. „Þjá- ist þér ekki af nærsýni og sjón- skekkju? Notið þér ekki gler- augu?“ „Nei, ég hef aldrei notað þau. Ég hef farið til tveggja augn- lækna, en þeir hafa ekki getað látið mig fá gleraugu, sem ég hef gagn af.“ Doyle var ekki í neinum vafa um, að maður með slíka sjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.