Úrval - 01.12.1950, Page 24

Úrval - 01.12.1950, Page 24
20 tTRVAL rásin og hjá öllum öðrum. Vol- taire segir á tveim síðum allt sem nauðsynlegt er að vita um einkalíf Moliéres. Hundrað þús- und orð um það væri óþolandi lestur. Þar við bætist svo, að þegar ævintýri skeður, er venjulega einhver annar við það riðinn. Nú er það svo, að rétturinn til að skrifa sína eigin sögu felur ekki í sér réttinn til að skrifa annarra sögu. Sá sem rænir þeim rétti meðan gagnaðilinn er enn á lífi, getur verið viss um að fá frá honum reiðileg andmæli; því að engir tveir menn minnast sama atburðar eins; og mjög fáir vita hvað raunverulega kemur fyrir þá, eða geta lýst því á listrænan hátt. Og ævisögur verða að vera listrænar, ef þær eiga að vera læsilegar. Beztu sjálfsævisögurnar eru játningar; en verk mikilla rit- höfunda eru alltaf játningar. Eitthvert mesta mikilmenni, sem reynt hefur að skrifa sjálfs- ævisögu, er Goethe. Að aflokn- um bernskulýsingum, sem er læsilegasti kafli jafnvel verstu sjálfsævisagna, eru tilraunir hans til að komst frá viðfangs- efni sínu aumkunarverðar. Hann leitar hælis í lýsingum á öllum þeim Tomum, Dickum og Har- ryum, sem hann þekkti í æsku, mönnum sem í engu voru frá- sagnarverðir, unz bókin dettur úr hendi manns og er ekki snert aftur. Ég er einn þeirra fáu manna, sem hafa lesið játning- ar Rousseaus til enda, og ég get vottað, að frá þeirri stundu er hann hættir að vera óknytta- piltur og ævintýramaður, og verður hinn mikli Rousseau, gætu lýsingarnar á daglegu lífi hans átt við hvaða mann sem vera skal. Ég hef í minni ljósa mynd af Madame de Warens þegar hann var sextán ára, en um Ma- dame d’Houdetot, þegar hann var fjörutíu og fimm ára, man ég ekkert nema nafnið. I stuttu máli: játningarnar segja okkur sama og ekkert sem máli skipt- ir um Rousseau fullorðinn. Verk hans segja okkur allt sem við þurfum að vita. Ef lýsing á dag- legu lífi Shakespears frá vöggu til grafar kæmi í dagsljósið, en Hamlet og Mercutio glötuðust í staðinn, myndu áhrifin verða þau, að einstaklega hversdags- legur maður kæmi í stað mjög athyglisverðs manns. Um Dic- kens er vitað svo margt, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.