Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 72
70
tJRVAL
Annar munur á mæðrum í
Evrópu og á Trobriandeyjum
er sá, að hinar síðarnefndu eru
miklu umburðarlyndari og mild-
ari. Um kerfisbundið uppeldi er
tæpast að ræða. Mörg börn
hlýða fúslega foreldrum sínum,
en þess er ekki krafizt. For-
eldrarnir bera fram umleitanir
við bömin; það heyrist aldrei
skipun, er feli í sér tilætlun um
hlýðni og undirgefni. Foreldrar
og börn umgangast hvert annað
nánast eins og jafningjar. Fyrir
kom nokkrum sinnum, að Mal-
inowski ráðlagði foreldrum að
refsa bömunum. Sú uppástunga
var foreldrunum algerlega ó-
skiljanleg, töldu þau slíkt ónátt-
úrlegt og ósiðlegt.
Á fimmta eða sjötta ári tek-
ur að losna um tengsl barn-
anna við heimilið og þau mynda
sitt eigið samfélag, þar sem þau
lifa fram á gelgjuskeiðið. Börn-
in eru sjálfráð um það að hve
miklu leyti þau vilja búa hjá
foreldrunum, og ef þau langar
t. d. til að fara í ferðalag til
annarra hluta eyjunnar, getur
jafnvel ekki ættarhöfðinginn
bannað þeim það. Ekki lifa þau
þó algerlega hömlulausu lífi.
Þau byrja snemma að laga sig
að siðum og venjum ættflokks-
ins, sem þau tileinka sér á-
rekstralaust. Frjálsræði barns-
ins nær einnig til kynlífsins,
sem þau byrja að iðka í barns-
legu formi sínu þegar á fimmta
eða sjötta ári — með fullu sam-
þykki fullorðna fólksins, sem
oft hendir gaman að tilburðun-
um.
Gelgjuskeiðið markar ekki
skörp skil eins og hjá okkur.
Kynþroskinn kemur fyrr en hjá
okkur, en þegar á 11. og 12. ári
verða miklar breytingar á sam-
bandi barnsins við heimilið.
Fjölskyldan fer að leysast upp,
því að bræður og systur veröa
nú að skilja vegna strangrar
bannhelgi á samskiptum syst-
kina, sem náð hafa þeim aldri.
Samtöl milli þeirra verða stirð
og formleg og þau verða feimin
hvort við annað; útilokað er
með öllu, að þau geti talað um
ástarævintýri sín — sem oft
eru æðimörg — hvort við ann-
að. Það sem eldra er, verður
á þessum aldri að flytja að
heiman, dóttir til móðurætt-
ingja sinna, drengur til fjöl-
skyldu eða vina. Sé hann nokkr-
um árum eldri og hafi stofnað
til fastra kynna við stúlku, flyt-
ur hann ef til vill með hana £
svonefnt sveinahús, þar sem 3,
4 eða 5 pör búa saman, en þó
hvert fyrir sig, og stúlkubýttí
eru algerlega fordæmd.
Gelgjuskeiðið er ekki, eins og
hjá okkur, erfitt tímabil með
árekstrum milli unglinga og for-
eldra, það er þvert á móti tíma-
bil frjálsræðis og gleði fyrir
bæði kynin — skyldur eru fáar
og gnægð skemmtana. Ungling-
arnir talía þátt í störfum full-
orðna fólksins, fiskveiðum.dýra-
veiðum og akuryrkju, eins og þá.
lystir. Aftur á móti beitir full-