Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 36
34
tJR VAL
„Það hefði ég átt að vita.
Revnið aftur!“
Ég reyndi að einbeita hugan-
um og stamaði út úr mér svari.
Prófessorinn starði á vegginn
og rumdi í honum öðru hvoru
— önnur merki þess að honum
væri kunnugt um návist mína
sýndi hann ekki.
Klukkan hringdi og ég flutti
mig á stólinn andspænis Times.
Blaðið féll niður og að baki þess
birtist góðlátlegur, ungur mað-
ur með stór gleraugu, sem léðu
andliti hans sífelldan undrunar-
svip. Hann leit á mig eins og
hann furðaði sig á að sjá mig
þarna, og hverju svari mínu
tók hann með sama undrunar-
svipnum. Mér fannst þetta mjög
óþægilegt.
Hann ýtti til mín lokaðri glér-
krukku. f henni flaut kjötstykki,
sem hefði getað verið leifar af
sunnudagssteikinni.
„Hvað er þetta?“ spurði hann.
Ég tók krukkuna og athugaði
hana gaumgæfilega. Ég var orð-
inn leikinn í að vara mig á svona
gildrum í sjúkdómafræði. Fyrsta
ráðið var að snúa krukkunni
við, því að oft var merkimiði
á botninum. Væri maður enn í
vafa, gat maður hnerrað eða
látið hana renna úr óstyrkum
höndum sér, svo að hún færi
í mél á gólfinu.
Ég sneri krukkunni við og sá
mér til sárra vonbrigða, að
merkimiðinn hafði verið tekinn
af. Til allrar óhamingju var svo
mikið botnfall í krukkunni, að
hún varð innan að sjá eins og
glerkúlurnar með Eiffelturnin-
um í, þessar kúlur, sem fyllast
snjófjúki þegar þeim er hvolft.
Þegar ég sneri krukkunni við
aftur, gat ég ekki einu sinni
greint stykkið.
„Lifur,“ sagði ég hikandi.
„Hvað?“ hrópaði undrunar-
svipurinn. Hinn prófessorinn,
sem tekið hafði aftur upp skrift-
ir sínar, lagði með ógeði frá.
sér pennann og glápti á mig.
„Lunga, á ég við,“ flýtti ég
mér að segja.
„Það er nær sanni. Hvað er
að því?“
Stykkið maraði í hvítkornóttu
grugginu og gaf mér engar vís-
bendingar, svo að ég varð að
geta aftur.
„Lungnabólga. Á stigi hvítr-
ar hepatisationar.“
Undrunarsvipurinn kinkaði
kolli. „Hvernig prófar maður
barnaveikisserum ?“spurðihann.
„Maður sprautar því í mar-
svín.“
„Já, en dýrið verður þó að
vera af standard þyngd, er það
ekki?“
„Jú, auðvitað . . . hundrað
kíló.“
Prófessorarnir skelltu báðir
upp úr.
„Sei, sei! Það væri dálagleg
skepna,“ sagði sá gildvaxni.
„Fyrirgefið!“ stamaði ég í
öngum mínum. „Ég meinti auð-
vitað 100 millígrömm.“
Aftur gall við hlátur. Prófess-
orarnir við næstu borð litu