Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 88
86
XJRVAL
sárflöt lungans og saumar
hann fastan. Svo losar hann
krókana, sem glennt hafa í
sundur rifbeinin og byrjar að
sauma saman hvert lagið á
fætur öðru, bandvef, vöðva og
fituvef. Ég geng kringum
skux’ðarborðið til svæfingar-
læknisins, sem rétt í þessu
stingur langri og mjórri sog-
pípu niður í slönguna, sem er
í hálsi sjúklingsins. Þegar hann
tekur hana upp aftur, sýnir
hann mér, að í henni er talsvert
af gulu slími. Það er brýn
nauðsyn að fjarlægja þetta
slím, sem annars gæti valdið
alvarlegri sýkingu eftir á, seg-
ir hann við mig á hinum
skemmtilega ensk-sænska mál-
blendingi sínum með mjúku,
kínversku r-i.
Ég lít á fölt andlit frú Krist-
ensson. Það er svo óraunveru-
legt með allar slöngurnar og
tilfæringarnar, en þó svo frið-
sælt. Bráðum vaknar hún af
dásvefni sínum, óminnug á allt
sem gerzt hefur, eftir 5—6
daga stígur hún fyrstu skref-
in í ganginum, og eftir 14 daga
getur enginn séð á henni hvaða
eldraun hún hefur þolað.
Yfirlæknirinn leggur frá sér
verkfærin og fyrsti aðstoðar-
læknir tekur við; hann er færð-
ur úr græna kirtlinum og
klæddur í hvítan kirtil í stað-
inn; svo tekur hann af sér
gúmmíhanzkana og grisjuna
fyrir vitunum. Að svo búnu fer
hann fram til að þvo sér og
hvíla sig stundarkorn — áður
en hann fer að rannsaka rönt-
genmyndirnar af næsta sjúkl-
ingi.
Stórkostlegt björgunarafrek.
Ungfrú Vera er í orlofsferð til suðlægra Xanda með dýrindis skemmti-
ferðaskipi. Hún skrifar að sjálfsögðu dagbók, og um fyrstu daga ferðar-
innar getur að lesa þar:
17/7: Skipið virðist vera dásamlegt.
18/7: Farþegarnir virðast vera dásamlegir.
19/7: Skipstjórinn virðist vera dásamlegur.
20/7: Skipstjórinn bauð mér á barinn. Hann er dásamlegur.
21/7: Skipstjórinn er dálítið nærgöngull.
22/7: 1 gærkvöldi sagði skipstjórinn, að ef ég héldi áfram að beita
neitunarvaldi minu, mundi hann sökkva skipinu með öllu innanborðs.
23/7: Bjargaði í nótt 700 farþegum og allri áhöfninni frá drukknun.
— Det Hele.