Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 93
iiiiiiiiiimiimiiiiiij
B □ K1 N:
Konungur fjallanna . pf
Sjálfsævisaga
TENZINGS NOKGAY Skráð af
James Ramsey llllman. .........^ .. ' . . . ..
Indverjinn Tenzing- og Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary
eru án efa frægustu fjallgöngumenn heimsins. Þeir eru fyrstu
og einu mennirnir, sem klifið hafa Everest'tindinn, hæsta fjalls-
tind jarðar. Mikið hefur verið skrifað um þennan leiðangur, m. a.
hefur leiðangursstjórinn Hunt ofursti skrifað um hann langa bók:
Á hœsta tindi jarðar, sem kom út á íslenzku fyrir rúmu ári. — Nú
hefur Tenzing samið sjálfsævisögu sína: kunnur fjallamaður og
rithöfrmdur hefur fært hana I letur, því að Tenzing er sjálfur hvorki
læs né skrifandi. Tenzing er alinn upp i návist Chomolungma, en
svo heitir Everest á móðurmáli hans, og allt frá bernsku dreymir
hann um að klífa þennan einbúa, sem gnæfir yfir alla aðra tinda.
Ungur gerist hann burðarmaður útlendra fjallgöngumanna, sem
komnir voru um langa vegu til að klifa þenna draumatind Tenz-
ings. Þannig öðlast hann mikla þjálfun og verður brátt kunnur
sem frábær fjallgöngumaður. Hann tekur þátt í mörgum Everest-
leiðöngrum, en hann er kominn nærri fertugu áður en bernsku-
draumur hans rætist. Tenzing skortir bóklega mennt, en sjálfs-
ævisaga hans ber fagurt vitni þeirri sönnu menningu hjart-
ans, sem ekki verður numin af bókum. Hrífandi er lýsingin á
barnslegri gleði hans, er hann stendur á tindi Everest, og átakanleg
lýsingin á því þegar frægðin hrífur hann til sín eins og straum-
þung elfa ósyndan mann. Andspænis æsiþyrstum fréttamönnum,
kröfuhörðum aðdáendum og þjóðernissinnuðum samlöndum stóð
þessi konungur fjallanna varnarlaus.
*4 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll'lllll*l,,,,l,l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l,,,,,,,l,,‘v