Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 33
TIL PRÖFS 1 LÆKNISFRÆÐI
31
Ing komi til á stundinni. En
munnlega prófið er eins og
dómsdagur. Rangt svar, ófull-
nægjandi skvring — og reiði
guðanna skellur á manni eins og
þrumuveður. Ef maður tapar
sér, þá er úti um mann. Eitt
víxlspor leiðir af sér annað, og
í lok yfirheyrslunnar snýst hug-
urinn eins og snælda. Þannig fór
fyrir veslings Harris. Eftix að
hafa gatað á nokkrum spurn-
ingum stóð hann eins og glópur
og kom ekki upp neinu orði af
viti. Prófessorinn ákvað að
koma honum á strikið með ein-
faldri spurningu og rétti hon-
Tim brjóstbein, sem holazt hafði
vegna þrýstings frá útvíkkaðri
slagæð. „Jæja, góðurinn," sagði
prófessorinn, „hvað haldið þér
að hafi valdið því að beinið hol-
aðist?“ Prófessorinn ætlaðist til
þess að hann svaraði einfaldlega
með orðinu „þrýstingur“, en
Harris starði mállaus á beinið,
algerlega tómur í kollinum. Pró-
fessorinn andvarpaði en var þó
ekki af baki dottinn. Hann tók
af sér lonjetturnar, benti á förin
beggja megin á nefinu og sagði:
„Nú, en þetta, hvað hefur vald-
ið þessu?“ Það var eins og allt
í einu kviknaði ljós í kolli
Harris. Söðulnef . . . hann sá
fyrir sér mynd í kennslubókinni
í skurðlækningum . . . „Með-
fæddur sýfilis,“ svaraði hann
ákveðinn.
Mér var vísað inn í biðstofu.
Þar voru nokkrir baklausir stól-
ar, tréborð og einn gluggi, sem
ekki var hægt að opna, alveg
eins og í fangaklefa. Þar inni
sátu sex prófsveinar frá öðrum
spítölum, allir í sínu bezta pússi.
Mátti sjá hér fulltrúa fyrir all-
ar þær manngerðir, sem fyrir-
finnast í biðsölum þar sem menn
bíða eftir yfirheyrslu. Þarna sat
kæruleysinginn og ruggaði sér
áhyggjulaus á stólnum með
fæturna uppi á borðinu svo
að lýsti af ljósgulum sokk-
unum niður undan dökk-
bláum buxunum. Hann var
niðursokkinn í að lesa íþrótta-
síðuna í „Express“. Við hlið
hans sat sá taugaóstyrki; hann
sat fremst á stólsetunni, nagaði
boðskortið sitt og hrökk í kút
í hvert skipti sem hurðin var
opnuð. Þarna var líka kúrist-
inn, sem blaðaði í lúnum bók-
um sínum eins og hann væri
að kveðja kæran ástvin í hinzta
sinn og andspænis honum sat
fallistinn og horfði á allt og
alla með heimsborgaralegu ró-
lyndi samkvæmisljósmyndarans.
Hann átti bersýnilega svo langa
prófreynslu að baki sér, að eitt
munnlegt próf voru smámunir
á dagskrá hans. Hann stóð
geispandi við gluggann og lifn-
aði ekki yfir honum nema þegar
hann kom auga á gæzlumann-
inn, sem hann þekkti af langri
og góðri kynningu.
„Hvernig hefur gengið í þetta
skipti?“ spurði gæzlumaðurinn
vingjarnlega.
„Ekki sem verst, William,
ekki sem verst. Aðra spurning-