Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
legu erfiðleikum eru tvíbura-
rannsóknir. Tvíburar eru, eins
og kunnugt er, tvennskonar:
venjulegir tvíburar, sem fæðast
sinn úr hvoru eggi og ekki eru
líkari í útliti eða háttum en
önnur systkini, og eineggja tví-
burar, sem hafa sömu erfðaeig-
inleika af því að þeir eru komn-
ir úr einu eggi, sem snemma á
þroskaskeiði sínu skiptist í tvö
fóstur. Þesskonar tvíburar eru
miklu sjaldgæfari.
Hjá eineggja tvíburum gefst
þannig sérstakt tækifæri til að
athuga gildi erfðaeiginleika —
einkum eftir að breytilegra á-
hrifa frá umhverfinu tekur að
gæta. Þá kemur glögglega í ljós
að hve miklu leyti hegðun ein-
staklingsins stjórnast af arf-
gengum, meðfæddum eignileik-
um.
Austurríski mannfræðingur-
inn dr. Paul Spindler við háskól-
ann í Vín hefur prófað viðbrögð
eineggja tvíbura gagnvart við-
fangsefnum og atvikum og tek-
ið af þeim kvikmyndir. Tvíbur-
arnir, sem voru prófaðir, voru
allir yfir tvítugt.
Það kom sérstaklega í ljós,
að ósjálfráðar hreyfingar við
lausn erfiðra viðfangsefna eru
nærri undantekningarlaust þær
sömu hjá eineggja tvíburum.
Eineggja tvíburar, sem voru
látnir raka sig, strengdu húð-
ina á sama hátt, jafnvel strok-
urnar með rakvélinni voru eins
og jafnlangar. Þegar eineggja
tvíburar þræddu nál, héldu þeir
höndunum eins, auk þess
hreyfðust augnabrúnir og munn-
vik nákvæmlega eins hjá báð-
um. Væru tvíburunum fengin
óvenjuleg viðfangsefni til úr-
lausnar, sem þeir höfðu ekki
neina reynslu af áður, varð enn
ljósara hve viðbrögð þeirra voru
lík. Þeim var t. d. fengið glas
fullt af vatni og áttu þeir að
ganga með það, klofa yfir snúru
sem strengd var í knéhæð, stíga
upp á stól, skríða undir bjálka
og hella loks vatninu í mæli-
glas. Eftir þessar margbrotnu
æfingar var næstum jafnmikið
vatn í glösum beggja hinna ein-
eggja tvíbura, og hreyfingar
þeirra í æfingunum voru ná-
kvæmlega eins!
Væru kvikmyndirnar athug-
aðar með tilliti til þess hvaða
ósjálfráð viðbrögð væru eins
við lausn ólíkra verkefna, og
hver ekki, kom í ljós, að hjá
eineggja tvíburum voru 93%
viðbragðanna eins, og aðeins 7 %
ólík. Hjá tvíeggja tvíburum
voru ólík viðbrögð hinsvegar
71%, en eins viðlDrögð 29%.
Þessar rannsóknir hins aust-
urríska mannfræðings gefa
þannig glögga vísbendingu um
hvern þátt arfgengi á í hegðun
og viðbrögðum einstaklingsins.
o-o-o