Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 71

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 71
ÞAR SEM FAÐIRINN ER LEIKBRÓÐIR BARNANNA 69 að flestum helgiathöfnum karl- mannanna, dönsum þeirra og hátíðum. Beri maður uppbyggingu vestrænnar fjölskyldu saman við uppbyggingu Trobriandf jöl- skyldunnar, sjáum við, að hjá okkur er faðirinn höfuð fjöl- skyldunnar og víða að heita má einráður. Faðirinn er fyrirvinn- an og getur í krafti þess haldið eða útdeilt efnalegum gæðum, eftir eigin geðþótta. Trobriand- móðirin er aftur á móti frjáls og óháð; faðirinn er ekki ætt- ingi, heldur ,,óvandabundinn“, hann er ekki fyrirvinna fjöl- skyldu sinnar, getur ekki arf- leitt börn sín að eignum sínum (þar eð hann hefur börn systur sinnar á framfæri), heldur eru það ættingjar móðurinnar, sem mestu ráða, einkum móðurbróð- irinn. Hvernig alast Trobriandbörn- in upp og í hverju er uppeldi þeirra frábrugðið því, sem tíðk- ast hjá okkur? Trobriandmóðir- in er bundin bami sínu mjög sterkum tilfinningaböndum — alveg eins og hjá okkur, og samfélagið sem hún lifir í eflir í einu og öllu þær tilfinningar hennar og möguleika til að ann- ast barnið. Bamshafandi kona verður barnsins vegna að neita sér um margs konar fæðuteg- undir. Hún á kröfu á virðingu annarra, og þegar það spyrst, að kona sé þunguð, er hún heiðr- uð með mikilli viðhöfn. Hvítir menn, sem heimsækja eyjarn- ar, furða sig á því hve fá börn fæðast utan hjónabands, og Trobriandar sjálfir telja það ólán og ónáttúrlegt fyrir barn- ið, ef það á ekki föður. Eftir að barnið er fætt fá aðeins nán- ustu kvenættingjar móðurinnar aðgang að kofa hennar, og þess er vandlega gætt, að hún geti algerlega helgað sig umönnun barnsins fyrsta mánuðinn, og manninum er bannað að hafa mök við konuna lengi eftir fæð- inguna. Malinowski lýsir um- hyggju Trobrianda fyrir ung- börnunum með þessum orðum: „Samfélagið vinnur með náttúr- unni að því að bamið fái búið áfram við sama öryggi og í móðurkviði eftir hina róttæku breytingu, sem fæðingin olli.“ Samband föðurins við ung- barnið er nánara en hjá okkur. Hann tekur þátt í umönnun þess, þrífur það, þvær því, skiptir á því, gælir við það, ber það tímunum saman og sýnir því umhyggju og ástúð, sem sjaldgæf er hjá Evrópumönnum. Hjá okkur em böm jafnan vanin af brjósti á fyrsta ári og sumsstaðar æðisnögglega, en Trobriandbarnið venur sig sjálft af brjósti; það fær að siúga eins lengi og það kærir sig um. Ekki er fátítt að sjá þriggja ára börn sjúga brjóst. Það er nú skoðun flestra barnasálfræð- inga, að það geti haft óheppi- leg áhrif á persónuþroska barns- ins ef það er vanið of snemma og of snöggt af brjósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.