Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 84
2S2
ÚRVAL
’þrýstinginn og æðaslögin. Svæf-
ingarhjúkrunarkonan stingur
pípu í æð á vinstri handlegg
hennar. Á hinum enda pípunn-
ar eru tvær greinar og er
slöngu smeygt upp á hvora
grein. Frú Kristensson sýnir
engin viðbrögð. Hún er í mor-
fínvímu. Svæfingarhjúkrunar-
konan gefur henni sprautu í
hægri handlegg, klappar henni
á kinnina og segir: ,,Nú sofnið
þér bráðum."
Svæfingarlæknirinn biður
mig að koma nær. Frú Kristens-
son vaggar til höfðinu og
segir svef nþrunginni röddu:
Ég er þung í höfðinu, þung í
höfðinu, þung . . . þung . . .“
Hún er sofnuð! Fjarri kvíða
og sársauka. Þetta tók aðeins
þrjár mínútur. Andlit Kínverj-
ans ljómar. Hann er með réttu
stoltur af Iæknislist sinni.
Nú er hægt að byrja. Lækn-
irinn fer með sterkan spegil nið-
ur í barka sjúklingsins, tekur
hann upp aftur og setur í stað-
inn allgilda gúmmíslöngu, sem
er tvígreind í neðri endann.
Gegnum þessa slöngu á að
dæla lofti niður í lungun.
Grisjurúlla er látin upp í sjúkl-
inginn og fest við efri enda
•slöngunnar til að skorða hana.
Hún heldur einnig tungunni í
föstum skorðum. Við slönguna
er tengd grennri slanga og á
enda hennar er kúla, sem líkist
blöðru í fótknetti. Læknirinn
kreistir blöðruna með jöfnu
millibili og slakar á á milli. Allt
er eins og það á að vera og nú
má tengja öndunarvélina við í
staðinn. Öndunarvélin tekur
við þegar sjúklingurinn hættir
að anda sjálfur, en það gerir
hann eftir að sprautað hefur
verið í hann kúrare — hinu
ævaforna örvareitri Indíán-
anna*. Það lamar öndunarvöðv-
ana, sem er nauðsynlegt í þessu
tilfelli, því að ef brjóstkassinn
þendist út og félli saman við
náttúrlega öndun, meðan á að-
gerðinni stæði, mundi læknir-
inn ekki geta gert aðgerðina á
lunganu. Notkun kúrare er nýj-
ung og mikil framför við brjóst-
aðgerðir.
Sjúklingurinn liggur nú á
vinstri hlið með stuðning við
kviðinn og allar slöngurnar í
sér. Gegnum slönguna í munn-
inum fær hún súrefni og svæf-
ingarlyf í réttum hlutföllum
frá öndunarvélinni. Tvískipta
pípan í olnbogabótinni er tengd
við þrúgusykursflöskuna —
síðar kemur blóðflaskan í stað
hennar.
Meðan á þessum undirbúningi
stóð komu aðstoðarlæknarnir,
Frakkinn og Ameríkumaður-
inn, inn, klæddir í græna, dauð-
hreinsaða kirtla með þunna
gúmmíhanzka. Þeir taka sér
stöðu sinn hvorum megin við
sjúklinginn og skurðhjúkrunar-
konan stendur við hlið Ame-
ríkumannsins, sem er fyrsti
* Sjá „Örvareitrið kúrare" í 8.
hefti 13. árg.