Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 18

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 18
16 TjRVAL upphafi vega. I alheiminum getur ekkert efnismagn horfið, — því að hvert ætti það að hverf a ? Að vísu er það svo, að kola- moli, sem brennt er í ofni, virð- ist horfinn. En raunar er það aðeins formið, sem horfið hefur, ekki efnið sjálft. Frumeindirnar, sem kolamolinn var gerður af, eru allar vísar. Þær er að finna í öskunni, sótinu og reyknum. Þær varðveitast óbreyttar, enda þótt hluturinn brenni eða verði fyrir öðrum efnabreytingum. Að því leyti eru þær eins og hleðslukubbar í gullastokki barns. Það er hægt að gera úr þeim hús og hallir og brýr, en kubbarnir eru óbreyttir að fjölda og gerð, þó að öllu sé hrundið um koll. Allar efnabreytingar, til að mynda bruni, fara þannig fram, að lögmálið um óbreytileik efn- ismagnsins er í fullu gildi. Eng- in eind efnisins getur farið for- görðum. Einhversstaðar í heim- inum hlýtur hún að varðveitast, — nema hún klofni eða um- myndist á annan hátt fyrir ein- hverja tegund kjarnbreytingar. En jafnvel þó að um einhverja slíka kjarnbreytingu sé að ræða, varðveitast sjálfar kjarneind- irnar. Það eru aðeins sambönd kiarneindanna, sem rofin eru, en sjálfar eiga þær samkvæmt kenningunni a,ð vera T,aunveru- legar upphafseindir efnisins og því ótortímanlegar. Þó er það svo, að við klofn- ingu frumeindarkjarnans ger- ist mjög merkilegt fyrirbæri. Kjarneindirnar missa sem sé ögn af magni sínu (,,massa“). Þær léttast ofurlítið. Þessi missir magns er mjög smávægi- legur, aðeins lítið brot af hundr- aðshluta. En jafnvel þessi smá- brot eru stórlega þýðingarmik- ill þáttur í búskap náttúrunnar. Það má jafnvel segja, að heims- rásin sjálf sé með nokkrum hætti undir þeim komin. Þetta brot, sem kjarneindirnar hafa misst af magni sínu, er í raun og veru horfið. Það hefur leystst upp og breytzt í orku, — kjarn- orku. Kjarnorka er ekkert ann- að en uppleyst efnismagn, sem frumeindarkjarninn geislar frá sér við sérstök skilyrði. Hún er sú meginorkutegund alheims- ins, sem mestöll önnur orka á rætur sínar til að rekja. Sólar- ljósið er til að mynda komið frá slíkum kjarnbreytingum í iðrum sólar. Kjarneindirnar eru því ekki aðeins upphafsefnið, heldur líka meginuppspretta orkunnar í heiminum, í krafti þeirrar stað- reyndar, að þær geta geislað út nokkrum hluta af magni sínu og látið það þannig breytast í orku. Hvert gramm efnis gæti með bessum hætti orðið jafn- gildi 25 miljóna kílóvattstunda rafmagnsorku. Hvert gramm venjulegs efnis hefur með öðr- um orðum í sér fólgið orku- magn, sem svarar rafmagns- eyðslu stórborgar í heilan mán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.