Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 40

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL mér hvernig það er notað. Það voru einhverjar sérstakar til- færingar, sem gera þurfti, en ég kunni þær ekki, og ég vissi fullvel, að þessi fákunnátta mín nægði mér til falls. Ég sá fyrir mér hvernig vingjarnleiki prófessorsins mundi breytast í vonbrigði og gremju, og hönd mín skalf þegar ég tók við tæk- inu. Hægt og varlega kom ég því fyrir milli auga míns og sjúklingsins. Það sem ég sá líkt- ist einna helzt gruggugu vatni í fiskakeri, þar sem ég greindi óljóst stóran fisk á sundi. Nú var um að gera að vera fljót- ur að husga. Ég starði án af- láts inn 1 tækið og gaf frá mér langt undrunarblístur. ,,Já, þetta er óvenjunlega stórt nethimnufall, finnst yður ekki?“ sagði prófessorinn á- nægður og tók af mér optalmó- skópið og klappaði mér á bakið. Eg skildi, að þetta var merki um að prófinu væri lokið. Ég sendi rauðhærðu stúlkunni þakklátt kveðjubros um leið og ég fór út, léttur í spori eins og ég væri að stikla á skýjum. I anddyrinu mætti ég Benskin aftur. Hann var niðurbrotinn. „Hvað er að?“ spurði ég kvíðafullur. Benskin hristi höf- uðið og með brostinni röddu sagði hann mér hvað gerzthafði. Meðan ég var í lyflæknispróf- inu hafði hann gengið undir próf í fæðingarhjálp. Eitt verkefnið er tangarfæðing. Notað er pappalíkan af grindarholi konu og er stungið inn í það fóstri úr hálmi gegnum op með loku framan á holinu. Svo voru próf- sveininum fengnar tengur og honum sagt að taka barnið með þeim. Benskin kom gripunum á töngunum fyrir á höfði fósturs- ins. Hann læsti handföngunum, tók þau réttum handtökum og togaði þéttingsfast í. Ekkert skeði. Hann herti átakið, en hálmfóstrið hliðraði sér hjá að fæðast. Hann fann svitann spretta fram á enni sér og varð þurr í munninum, hann sá lík- urnar fyrir því, að hann mundi ljúka prófinu dofna eins og loga á eldspýtu. Hann ákvað í ör- væntingu sinni að gera úrslita- tilraunina og tók á þeim kröft- um, sem hann átti til. Þá skrik- aði honum fótur á gljáfægðu gólfinu, hann tók bakfall og yfir höfuð hans sentist móðirin, barnið og tengurnar. Prófessorinn horfði þegjandi á hann andartak þar sem hann lá á gólfinu. Svo tók hann upp annan tangararminn og rétti honum. „Rotið föðurinn með þessum hérna,“ sagði hann háðskur, ,,þá verður þessi óláns- fjölskylda engum til ama leng- ur.“ (HH)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.