Úrval - 01.08.1955, Page 40
38
ÚRVAL
mér hvernig það er notað. Það
voru einhverjar sérstakar til-
færingar, sem gera þurfti, en
ég kunni þær ekki, og ég vissi
fullvel, að þessi fákunnátta mín
nægði mér til falls. Ég sá
fyrir mér hvernig vingjarnleiki
prófessorsins mundi breytast í
vonbrigði og gremju, og hönd
mín skalf þegar ég tók við tæk-
inu. Hægt og varlega kom ég
því fyrir milli auga míns og
sjúklingsins. Það sem ég sá líkt-
ist einna helzt gruggugu vatni
í fiskakeri, þar sem ég greindi
óljóst stóran fisk á sundi. Nú
var um að gera að vera fljót-
ur að husga. Ég starði án af-
láts inn 1 tækið og gaf frá mér
langt undrunarblístur.
,,Já, þetta er óvenjunlega
stórt nethimnufall, finnst yður
ekki?“ sagði prófessorinn á-
nægður og tók af mér optalmó-
skópið og klappaði mér á bakið.
Eg skildi, að þetta var merki
um að prófinu væri lokið. Ég
sendi rauðhærðu stúlkunni
þakklátt kveðjubros um leið og
ég fór út, léttur í spori eins og
ég væri að stikla á skýjum. I
anddyrinu mætti ég Benskin
aftur. Hann var niðurbrotinn.
„Hvað er að?“ spurði ég
kvíðafullur. Benskin hristi höf-
uðið og með brostinni röddu
sagði hann mér hvað gerzthafði.
Meðan ég var í lyflæknispróf-
inu hafði hann gengið undir próf
í fæðingarhjálp. Eitt verkefnið
er tangarfæðing. Notað er
pappalíkan af grindarholi konu
og er stungið inn í það fóstri úr
hálmi gegnum op með loku
framan á holinu. Svo voru próf-
sveininum fengnar tengur og
honum sagt að taka barnið með
þeim. Benskin kom gripunum á
töngunum fyrir á höfði fósturs-
ins. Hann læsti handföngunum,
tók þau réttum handtökum og
togaði þéttingsfast í. Ekkert
skeði. Hann herti átakið, en
hálmfóstrið hliðraði sér hjá að
fæðast. Hann fann svitann
spretta fram á enni sér og varð
þurr í munninum, hann sá lík-
urnar fyrir því, að hann mundi
ljúka prófinu dofna eins og loga
á eldspýtu. Hann ákvað í ör-
væntingu sinni að gera úrslita-
tilraunina og tók á þeim kröft-
um, sem hann átti til. Þá skrik-
aði honum fótur á gljáfægðu
gólfinu, hann tók bakfall og yfir
höfuð hans sentist móðirin,
barnið og tengurnar.
Prófessorinn horfði þegjandi
á hann andartak þar sem hann
lá á gólfinu. Svo tók hann upp
annan tangararminn og rétti
honum. „Rotið föðurinn með
þessum hérna,“ sagði hann
háðskur, ,,þá verður þessi óláns-
fjölskylda engum til ama leng-
ur.“
(HH)