Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 83
LÝST SKURÐAÐGERÐ A LUNGA
8L
Já, það er ætlun læknanna
að gefa henni heilsuna aftur,
svo að hún geti horfið heim til
mannsins og barnanna þriggja
sem ný manneskja. Þeir ætla
að skera burtu sjúka hlutann
úr lunga hennar. Læknarnir,
sem ætla að framkvæma verkið,
eru fjórir. Heilbrigðisstjórnin
hefur falið þeim það hlutverk
að ferðast um landið ásamt
einni skuðrhjúkrunarkonu til
að framkvæma skurðaðgerðir á
berklasjúklingum. Til þessara ó-
venjulegu ráðstafana var gripið
vegna þess að helztu sjúkrahús
landsins önnuðu ekki starfinu.
Berklasjúklingar biðu í hópum
eftir aðgerð og stundum kom
hjálpin of seint. Aðalskurðlækn-
irinn er sænskur, en aðstoðar-
menn hans eru af þrem þjóðern-
um: einn amerískur, annar
franskur og sá þriðji, svæfing-
arlæknirinn, er kínverskur.
Þessi sundurleiti hópur er nú
orðinn svo samæfður, eftir að
hafa gert mörg hundruð upp-
skurði, að allt gengur eins og í
vél, varla mælt orð.
Frú Kristensson er með cav-
ern í hægra lungnabroddi —
með cavern er átt við, að berkl-
arnir hafa étið sig inn í lungað
og myndað holrúm með gegn-
sýktum veggjum. Fyrir 1947
var meðalaldur sjúklings með
berklahol í lunga 1—2 ár. Árið
1947 var farið að nota PAS,
INH og streptomycin við berkl-
um og í upphafi tengdu menn
miklar vonir við þau. Það
myndaðist hylki utan um hina
sjúka blett og hann virtist
læknast. En það kom brátt í
ljós, að sýklarnir urðu lítt næm-
ir eða ónæmir fyrir lyfjunum
og lifðu áfram. Það varð að
skera burtu berklaholin, ef
sjúklingurinn átti að fá fullan
bata. Og nú fjölgar slíkum
skurðaðgerðum stöðugt, jafn-
framt því sem skurðtækninni
fleygir fram.
Frú Kristensson veifar glað-
lega í kveðjuskyni til stofu-
félaga sinna morguninn sem
henni er ekið upp í skurðstof-
una. Rólyndið er nú raunar
ekki einungis þáttur í eðli henn-
ar; hún hefur fengið fleiri en
eina sprautu af róandi lyfjum.
Hún liggur í rúmi fyrir utan
skurðstofuna, blundar annað-
slagið en talar þess á milli ró-
leg og æðrulaus. Inni í skurð-
stofunni eru skurðhjúkrunar-
konan og svæfingarlæknirinn
að undirbúa allt fyrir aðgerð-
ina. Klukkan er 8.15 að morgni.
Svo er henni ekið inn. Að-
stoðarhjúkrunarkona tekur
fram handa mér hvítan kirtil,
húfu og grisju fyrir vitin. Ég
get ekki leynt því, að ég er
dálítið kvíðin, en hjúkrunar-
konan hughreystir mig. „Minn-
ist þess að sjúklingurinn veit
ekkert af þessu. Látið það ekki
fá á yður þó að þér sjáið dá-
lítið blóð.“
Frú Kristensson hefur nú ver-
ið bundin á skurðarborðið.
Svæfingarlæknirinn mælir blóð-