Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 116
fir..................■ v '■.................—..=====\
Svefnsiðir dýra.
Svefnsiðir dýra eru ákaflega
breytilegir. Sumir snákar vakna
um hádegið, leggjast til svefns
aftur um tvöleytið og sofa sið-
an til hádegis næsta dag. Kanín-
an fær sér hænublund um tutt-
ugu sinnum á sólarhring. Á vet-
urna er söngþrösturinn á ferli
um níu stundir á dag, en sefur
allan hinn tima sólarhringsins.
En um hásumarið byrjar hann
daginn stundu fyrir óttu og tekur
ekki á sig náðir fyrr en klukkan
hálftíu að kvöldi.
Sum dýr gera sér hvílu á hverju
kvöldi. Kunnast þeirra er gór-
illan. öll fjölskyldan sefur sam-
an og velur sér skjólgóðan nátt-
stað, t. d. laut, með laufþaki yfir.
Kvendýrin og imgamir gera sér
venjulega hvílu I limi trjánna,
en karlinn, sem er höfuð fjölskyld-
unnar, sefur allajafna á jörðinni.
Hann notar þurra mold, mosa og
annan gróður undir sig, og stund-
um þurra kvisti, sem ábreiðu. Yf-
ir tuttugu rembihnútar hafa verið
taldir á klifurjurtum og tágum,
sem þeir nota. Górilluaparnir
sofa meiri hluta dagsins — og
ekkert kemur þeim í eins illt skap
og ef þeir eru harkalega vaktir
og eru þeir þá vísir til að ráðast
á friðarspillinn.
önnur tegund mannapa, óran-
gútaninn, gerir sér nálega alltaf
hvílu í trjákrónum. Hvílan er gerð
úr laufguðum greinum, sem óran-
gútaninn brýtur af og raðar þann-
ig, að brotni endinn snýr út. Sum-
ar hvílur þeiri-a eru allt að fjög-
ur fet í þvermál. Þegar hönd óran-
gútansins er í hvíld, er hún kreppt,
gagnstætt þvi sem er um manns-
höndina, sem er opin, fingurnir
örlitið bognir. Þegar órangútan-
inn hefur hagrætt sér i hvílunni,
grípur hann með höndunum i ná-
læga grein og lokast þær svo
sjálfkrafa um greinarnar. Hér er
um svipað fyrirbrigði að ræða og
þegar fuglsfótur grípur um grein.
Sennilegt er að sumir fuglar
sofi aldrei á jörðinni yfir hásiun-
arið. Fuglafræðingar hafa um ára-
bil deilt um það, hvort múrsvalan
svifi hátt í lofti á þöndum vængj-
um flestar nætur um hásumarið.
Franskur flugmaður, Guérin að
nafni, vakti þessar deilur á árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann
var eitt sinn á flugi að næturlagi
í glaðatunglsljósi í 10.000 feta
hæð þegar hann drap á hreyflin-
um og lét flugvélina svífa nokk-
urn spöl. Allt í einu kom flug-
vélin inn í fuglahóp, og virtust
fuglarnir svífa hreyfingarlausir.
Flugvélin rakst á tvo fugla og
eftir á fannst annar i vélinni.
Það var múrsvala. Slðan hafa
fleiri séð múrsvölur úr flugvélum,
og það virðist nú óumdeilanlegt,
að múrsvölur eigi það til að halda
sér hátt I lofti á sumarnóttum.
Þær blaka ekki vængjum, en halda
sig þar sem uppstreymi er.
— Frank Lane i ,,The Listener".
BTEINDÓRSPRENT H.F.