Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 81
BRÉF HINNA DAUÐADÆMDU
79'
inbera ódæði hins pólitíseraða
réttarfars, bitlingar, blind hagn-
aðarsýki, hrörnun brjóstgæzku
og trúar, knúið fram, að
minnsta kosti elft, af tveim
heimstyrjöldum, það er slæm
vörn gegn framrás hinnar
þriðju, sem tákna mun endalok
menningarinnar. Risavaxin vofa
skekur grundvöll lýðræðisins og
varpar því í fang fasismans,
sem það nýverið hratt til jarð-
ar — til þess, strax og hann
hafði verið felldur að jörðu, að
hjálpa honum á fætur aftur, að
hann megi troða á kímblöðun-
um, og saurga sig með ærulaus-
um samningum.
Var allt þetta til einskis?
Trú, von, fórnvilji hinnar
evrópsku æsku, sem bar hið
fagra nafn Résistance, hinnar
alþjóða-einhuga andstöðu gegn
vanvirðu landanna, gegn sví-
virðu Hitlers-Evrópu, ógnum
Hitlersheimsins, er þetta allt
forsmáð af lífinu og á glæ kast-
að? Þessi æska vildi meira en
andstöðuna eina, hún barðist
fyrir betra þjóðfélagi handa
mönnunum. Að ófyrirsynju?
Draumur þeirra og dauði sví-
virtur?— Þannig getur það ekki
verið. Engin hugsjón, sem hin-
ir hreinu í hjartanu börðust og
þjáðust fyrir og dóu fyrir, hef-
ur ennþá runnið út í sandinn.
Ennþá einu sinni hefur sérhver
þeirra verið framkvæmd — og
báru allar galla veruleikans; en
þær unnu sér til lífs. Það var
barnslega hugsað, „að ham-
ingjusamt líf muni byrja eftir
þetta stríð.“ Jörðin er ekki bú-
staður hamingju og hreins sið-
ferðis, og því síður verður hún
það við styrjöld — þó um hina
réttlátustu og nauðsynlegustu
styrjöld sé að ræða. En sú hvöt
að laða mannlífið að hinu góða,
skynsama, er skipun að ofan,
sem ekki er hægt að mæta með
efagirni. Þrátt fyrir alla ósigra,
þvert yfir þá, blasir lífið við
henni. 1 þessum kveðjubréfum
mætast kristnir menn og guð-
lausir í trúnni á framvindu lífs-
ins, sem veitir sálum þeirra fró.
„Ég mun ætíð vera hjá ykkur.“
— „Lífið og tilfinningin, sem
gagntók mig, mun ekki deyja.“
— Ég mun vaxa og þroskast,
í ykkur mun ég lifa . . .“ Hver
gæti efað það? Hver trúir, að
barizt hafi verið til einskis á
Spáni og í öllum Evrópulönd-
unum, þaðan sem þessi bréf eru
runnin ? Framtíðin mun taka til
sín líf hinna fórnuðu og leiða
þau áfram, þau munu „vaxa og
þroskast" í henni. Þessari bók,
sem ér bautasteinn, hefði mað-
ur getað gefið að einkunn orðin,
sem ungur franskur verkamað-
ur skrifaði fáum tímum fyrr af-
töku sína, í febrúar 1944: „Ég
vona, að minningin um mig og
félaga mína muni aldrei fölna,
því hún hlýtur að vera þess virði
að hún sé geymd.“
Zúrich, marz 1954,
Thomas Mann.
E. H. þýddi..