Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 78
76
CTRVAL
fyrirgefa mér. Málefnið, sem ég
berst fyrr, er réttlátt, það er
heilagt. Félagar mínir vita, að
ég hef aldrei efazt um sigur þess
. . . Gamlir fangelsisfélagar
mínir koma eflaust og spyrja
frétta af mér. -Þú skalt segja
þeim, að ég hafi tekið örlögum
mínum með sálarró, og að ég
hafi reynzt verðugur til hins
síðasta . . . “
Verðugur til hins síðasta:
Einn skorar meira að segja á
föður sinn að sýna að hann sé
syni sínum verðugur með því að
hafa taumhald á sorg sinni.
Annar vonast til þess, að hans
eigin sonur reynist föður sínum
verðugur, þegar hann er full-
orðinn, og „Lifið heil, að þið
megið öll reynast mér verðug!"
kemur hvað eftir annað. ,,Ö11-
um spurningum um það, á hvern
hátt og hvaðan hann hefði feng-
ið sprengiefnið, neitaði Svet-
logup að svara,“ segir Tolstoj;
og þannig eru þeir allir í veru-
leikanum, kringum árið 1943,
í gervallri Evrópu, rétt eins og
fimmtíu árum áður í Rússlandi.
Margir höfðu verið pyntaðir
lengi og dýrslega til þess að
tala; en þeir þögðu og eru mik-
illega stoltir af, því að hugsun-
in um, að þeir höfðu staðizt
hina hroðalegu eldraun og að
fólk muni þess vegna hugsa til
þeirra með lotningu, „gerir hinn
bitra dauða blíðari.“
„Kæri pabbi og kæra
mamma,“ skrifar Guy Jaques,
nítján ára, skotinn 1944 í Lii
tich, „ . . . í aðalstöðvunum
yfirheyrðu þeir mig til þess að
fá mig til að tala. Ég var húð-
strýktur, bundinn við borð,
höggin féllu eins og regn.
Aldrei, aldrei nefndi ég eitt
einasta nafn. Eg hefði getað
frelsað höfuð mitt, en heldur
hef ég ekkert gert eða sagt,
sem talizt gæti svik við föður-
landið. Eftir allt þetta munuð
þið skilja, að ég hef nægilegt
hugrekki til að vera skotinn.
Það er annars ekki neitt á
móts við allt það, sem ég hef
þolað. Margir menn geta ver-
ið mér þakklátir, því að ég hef
ekki sagt nöfn þeirra. Og nú
er ég stoltur af sjálfum mér,
því að ég hef þolað allt og
bjargað lífi margra.“ Og undir
skrifar hann sig: „Guy Jaques,
alltaf Belgi, dó fyrir föðurland-
ið“. En til þess að blandast
megi hetjuskapnum kyrrlát,
tárvot gamansemi, sem Tol-
stoj hefði einnig getað litað
með píslarsögu sína, heldur
drengurinn staðhæfandi áfram
á eftir undirskriftinni: „Eitt orð
að síðustu til þess að segja ykk-
ur, að ég fyrir mitt leyti hef
hvorki ljóstrað upp um né
ákært neinn, þrátt fyrir ótölu-
legu svipuhöggin, sem áttu að
fá mig til að tala. Ég hefði
getað frelsað höfuð mitt á
margvíslegan hátt. Þó vildi ég
frekar vera skotinn en svíkja,
svo að ég dey sem hraustur
maður og stoltur af sjálfum
-mér. Guy Jaques.“