Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 21

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 21
lím talnakeríið. Ástæða er til í sambandi við hin- ar háu tölur í greininni hér á undan, að leiðrétta rugling, sem stundum kemur fyrir hér á landi, einkum á síðustu árum, í meðferð hátalnanna biljón, triljón o. s. frv. Orð þessi eru fyrst upprunnin í Frakklandi á 16. öld og voru þá látin tákna vaxandi veldi af miljón, en síðan var sú undarlega breyting gerð á merkingu þeirra þar i landi, að þau voru látin tákna miljón sinnum vaxandi veldi af þúsund, og þessi afbakaða merking komst svo í tízku í Bandaríkjunum og Rússlandi. Upprunalega merkingin hefur hins vegar alla tíð verið i gildi annars staðar á meginlandi Evrópu, í Bret- landseyjum, í Skandínaviu og á Is- landi, og samkvæmt henni er kerfið að réttu lagi þannig: miljón biljón = miljón X- miljón triljón = miljón X- miljón X miljón kvadriljón kvintiljón sextiljón septiljón oktiljón nóniljón desiljón = miljón1 = 108 = miljón2 = 1012 = miljón3 = 1018 = miljón1 = 102‘ = miljón3 = 10” = miljón” = 10” = miljón7 = 10,|! = miljón8 = 10‘8 = miljón9 = 10” = miljón10 = 10“° Milli miljónar og biljónar er svo skotið töluorðinu miljarður, sem táknar þúsund miljónir og oft er nytsamlegt, einkum tii að tákna mjög stórar fjárhæðir, en hærri töluorða er mjög sjaldan þörf nema í stjömufræði og öðrum eðlisvísind- um. Afbakaða kerfið, sem notað er í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ráð- stjórnarríkjunum, er hins vegar þannig: miljón = 10“ biljón = miljón X þúsund = 10’ triljón = miljón X þúsund X- þúsund = 10I! kvadriljón = 1015 kvintiljón = 1015 sextiljcn = 1021 septiljón = 1024 oktiljón = 1021 nóniljcn = 10” desiljón = 10” Enginn efi er á því, að uppruna- lega kerfið, sem flestar Evrópuþjóð- ir nota, er bæði fallegra og rökrétt- ara, eins og sést ef raðir veldisvísanna í þessum tveim kerfum eru bornir saman. Af því leiðir, að uppruna- lega kerfið er miklu auðveldara í meðförum, svo að síður er hæ'tta á ritvillum eða reikningsvillum í sam- bandi við það. Mest mun þó vera um það vert að flestra dómi, að upp- runalega kerfið svarar tilgangi sín- um miklu betur, með því að það nær alla leið upp í 10“, þar sem hitt nær ekki nema upp í 10”, sem er nær helmingi lægri veldistegund, en sá munur veldistegundar felur í sér svimandi mismun talnagildis, þegar svona hátt er komið í talnaröðina. Sú villa, sem algengust er í þessu efni hér á landi, er nú í því fólgin, að orðið biljón sé notað i hinni afbökuðu merkingu, ef þýtt er úr bandarískum blöðum eða bókum. Þess vegna skyldu menn athuga, að þar sem orð- ið biljón kemur fyrir í frönskum, bandarískum eða rússneskum ritum, ber að þýða það á íslenzku með orð- inu miljarður eða þá þúsund milj- ónir, því að okkar biljón er í rauninni þúsund sinnum stærri tala. Þar sem triljón stendur i bandarískum ritum, ber að þýða það með orðinu biljón, þeirra kvadriljón er þúsund biljónir í okkar kerfi, þeirra kvintiljón er okkar triljón o. s. frv. Aftur ber að nota þessi töiuorð óbreitt, eins og þau standa í annarra þjóða ritum, skadínavískum, brezkum, þýzkum o. s. frv. Björn Franzson, 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.