Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 52

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL um sínum gat hann tekið eftir öllum missmíðum á leiðinni — brotinni trjágrein, veltum smá- steini, rispu á kletti eða ein- stöku hóffari. Engum hvítum manni hefði verið fært að leika slíkt eftir. Oft, þegar þessir blökkumenn fylgja slóð flóttamanns, ríða þeir á stökki eftir slóðinni, beina hvassri sjón sinni sífellt á veg- inn og lesa sig þannig áfram eftir slóð sem ef til vill er að- eins marin grasstrá, beygðar hríslur eða jafnvel aðeins dauðir maurar, örugglega og hiklaust. Þótt slóðskyggnum aðstoðar- mönnum lögreglunnar hafi jafnt og þétt fjölgað á síðari árum í norðurhéruðum Ástralíu, hefur þeim samt fækkað í öðrum hlut- um álfunnar; eftir því sem þéttbýlið hefur aukizt, hefur sérhæfni þeirra fengið færri tækifæri til að njóta sín. T. d. voru í Queensland hundrað og þrjátíu slíkir lögregluaðstoðar- menn fyrir nokkrum árum, en eru nú margfalt færri. Eitt markverðasta og kunn- asta dæmið um þennan hæfileika blökkumannanna kom fyrir í Romahéraði í Vestur-Queens- landi fyrir nokkrum árum. Sí- endurteknir innbrotsþjófnaðir í nýlenduvöruverzlanir, fataverzl- anir, skartgripa- og tóbaks- verzlanir o. s. frv. komu lög- re'dunni á staðnum í stökustu vandræði. Enda þótt fjöldi leynilögreglumanna ynnu að málinu, var enginn tekinn fast- ur í margar vikur. Síðast hafð- ist upp á glæpamanninum fyrir undursamlega eftirtektargáfu slóðskyggns blökkumanns. Einn góðan veðurdag kvartaði bóndi nokkur undan því á lög- reglustöðinni, að einhver dular- fullur maður hefði setzt að í kjarrlendi skammt frá búgarði hans, er lá um sextán kílómetra utan við borgina. Lögreglu- maður og svartur aðstoðarmað- ur fóru tafarlaust á vettvang. Þegar þeir komu á staðinn fundu þeir hinn grunsamlega mann steinsofandi á jörðinni í óvönduðu byrgi, með hlaðna. byssu við hlið sér. Lögreglu- maðurinn fjarlægði byssuna hljóðlega, vakti síðan manninn og tók hann tali í nokkrar mín- útur. Ákvað hann svo að taka manninn fastan fyrir flakk. I þeirri trú að vel gæti verið að maður þessi væri á einhvern hátt valdur að hinum endur- teknu ránum í borginni, fram- kvæmdi hann með aðstoðar- manni sínum vandlega leit í byrginu og nágrenni þess, en fann engin merki hinna stolnu fjármuna. Lögreglumaðurinn var í þann veginn að fara með fanga sinn, er hann heyrði að- stoðarmann sinn kalla til sín f ákafa, en hann lá á hnjánum skammt frá og var að athuga mauraslóð. Þegar lögreglumaðurinn nálg- aðist, benti blökkumaðurinn honum á að maurarnir væru að flytja hvítasykur-korn til bús:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.