Úrval - 01.08.1955, Page 52
50
ÚRVAL
um sínum gat hann tekið eftir
öllum missmíðum á leiðinni —
brotinni trjágrein, veltum smá-
steini, rispu á kletti eða ein-
stöku hóffari. Engum hvítum
manni hefði verið fært að leika
slíkt eftir.
Oft, þegar þessir blökkumenn
fylgja slóð flóttamanns, ríða
þeir á stökki eftir slóðinni, beina
hvassri sjón sinni sífellt á veg-
inn og lesa sig þannig áfram
eftir slóð sem ef til vill er að-
eins marin grasstrá, beygðar
hríslur eða jafnvel aðeins dauðir
maurar, örugglega og hiklaust.
Þótt slóðskyggnum aðstoðar-
mönnum lögreglunnar hafi jafnt
og þétt fjölgað á síðari árum í
norðurhéruðum Ástralíu, hefur
þeim samt fækkað í öðrum hlut-
um álfunnar; eftir því sem
þéttbýlið hefur aukizt, hefur
sérhæfni þeirra fengið færri
tækifæri til að njóta sín. T. d.
voru í Queensland hundrað og
þrjátíu slíkir lögregluaðstoðar-
menn fyrir nokkrum árum, en
eru nú margfalt færri.
Eitt markverðasta og kunn-
asta dæmið um þennan hæfileika
blökkumannanna kom fyrir í
Romahéraði í Vestur-Queens-
landi fyrir nokkrum árum. Sí-
endurteknir innbrotsþjófnaðir í
nýlenduvöruverzlanir, fataverzl-
anir, skartgripa- og tóbaks-
verzlanir o. s. frv. komu lög-
re'dunni á staðnum í stökustu
vandræði. Enda þótt fjöldi
leynilögreglumanna ynnu að
málinu, var enginn tekinn fast-
ur í margar vikur. Síðast hafð-
ist upp á glæpamanninum fyrir
undursamlega eftirtektargáfu
slóðskyggns blökkumanns.
Einn góðan veðurdag kvartaði
bóndi nokkur undan því á lög-
reglustöðinni, að einhver dular-
fullur maður hefði setzt að í
kjarrlendi skammt frá búgarði
hans, er lá um sextán kílómetra
utan við borgina. Lögreglu-
maður og svartur aðstoðarmað-
ur fóru tafarlaust á vettvang.
Þegar þeir komu á staðinn
fundu þeir hinn grunsamlega
mann steinsofandi á jörðinni í
óvönduðu byrgi, með hlaðna.
byssu við hlið sér. Lögreglu-
maðurinn fjarlægði byssuna
hljóðlega, vakti síðan manninn
og tók hann tali í nokkrar mín-
útur. Ákvað hann svo að taka
manninn fastan fyrir flakk.
I þeirri trú að vel gæti verið
að maður þessi væri á einhvern
hátt valdur að hinum endur-
teknu ránum í borginni, fram-
kvæmdi hann með aðstoðar-
manni sínum vandlega leit í
byrginu og nágrenni þess, en
fann engin merki hinna stolnu
fjármuna. Lögreglumaðurinn
var í þann veginn að fara með
fanga sinn, er hann heyrði að-
stoðarmann sinn kalla til sín f
ákafa, en hann lá á hnjánum
skammt frá og var að athuga
mauraslóð.
Þegar lögreglumaðurinn nálg-
aðist, benti blökkumaðurinn
honum á að maurarnir væru
að flytja hvítasykur-korn til bús: