Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 57
MERKILEGAR ELLITILRAUNIR
55
raunum sínum í tímaritinu
„Scientific American.“ Hann
notaði glerplötu með litlum,
kringlóttum hvilftum eða skál-
um í. I skálarnar setti hann æti,
mest þörunga, og í hverja skál
eitt hjóldýrsegg, ■ öll af sama
erfðastofni, og klakti þeim
þannig út við sömu skilyrði.
Síðan flokkaði hann afkvæmi
þessara dýra eftir ýmsum regl-
um og fylgdist með þeim kyn-
slóð fram af kynslóð. Með því
að taka alltaf, kynslóð fram af
kynslóð, fyrstu eggin sem dýrin
verpa eftir að þau komast á
tímgunaraldur, fékk hann ætt-
legg með einstaklingum, sem
aðeins voru afkvæmi ungra
mæðra. Á samsvarandi hátt
fékk hann ættleg með dýrum,
sem aðeins voru afkvæmi gam-
alla mœðra, og þannig gat
hann fengið afkvæmi mæðra af
ýmsum aldursflokkum.
Með því að öll þessi hjóldýr
höfðu sömu erfðaeiginleika og
voru alin upp við sömu skilyrði
var tæpast við því að búast, að
óreyndu, að nokkur verulegur
munur yrði á ævilengd dýr-
anna í hinum ýmsu flokkum.
Það kom þó í ljós, að ævi-
lengd afkvæma gamalla mæðra
styttist með hverri kynslóð,
unz ættleggurinn að lokum
dó út. Væru t. d. tekin egg
frá 17 daga gömlum hjóldýrum,
sem sjálf náðu 24 daga aldri,
lifðu afkvæmin í fyrstu kynslóð
aðeins 18 ‘daga að meðaltali, í
annarri kynslóð 14 daga og
þriðja kynslóðin átti yfirleitt
engin egg. I ættlegg lítið eitt
yngri mæðra styttist æviskeið-
ið hægar; væru tekin egg frá
11 daga gömlum mæðrum, urðu
kynslóðirnar fjórar; hjá 8 daga
gömlum mæðrum urðu kynslóð-
irnar 8 áður en þær urðu ófrjó-
ar. Þegar um afkvæmi nýþrosk-
aðra — 6 daga — gamalla
mæðra var að ræða, styttist
aldurinn að vísu jafnt og þétt,
en mjög hægt: 17. kynslóð varð
ófrjó.
Þessar niðurstöður benda
til, að öll fullvaxin hjóldýr
arfleiði afkvæmin sín að
einhverju, sem veldur því, að
ellin kemur fyrr til sögunnar
hjá þeim en móðurinni, og að
þessi eiginleiki erfist í stöðugt
vaxandi mæli. Maður gæti þá
hugsað sér, að afkvæmi, sem
stöðugt væru tekin frá mæðr-
um, sem ekki væru fullþroska,
hefðu ekki í sér þennan erfða-
faktor, og mætti þannig rækta
þau endalaust. Þetta hefur raun-
verulega fengizt staðfest með
tilraunum: fylgzt var með af-
kvæmum 5 daga gamalla hjól-
dýra í 54 kynslóðir. Lífdögum
dýranna hafði þá — gagnstætt
því sem verið hafði um afkvæmi
fullorðinna og gamalla mæðra
-— fjölgað jafnt og þétt upp í
104 daga, þegar tilraununum
var hætt.
Niðurstaðan af þessum til-
raunum varð þannig sú sama
og hjá Sonneborn: tilraunir
beggja leiddu í ljós, að afkvæmi