Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 7
STÓRBORGIN ER ORÐIN ÚRELT
5
væðingin skóp nýjar og stærri
borgir, óhugnanleg fyrirbrigði
frá félagslegu sjónarmiði — en
nauðsyn eigi að síður. Verka-
menn urðu að búa nærri vinnu-
stöðvum sínum, og þessvegna
risu íbúðarhús upp kringum
verksmiðjurnar. En eins og
tækninni er nú háttað, eru slík
þrengsli óþörf, þau eru blátt
áfram háðung, ögrun við okkur,
fólk nútímans.
Já, einmitt — öll tækniþróun
nútímans er eins og miðflótta-
afl. Hún slöngvar okkur út. Sím-
inn, útvarpið, sjónvarpið setja
okkur á þægilegan hátt í sam-
band hvert við annað og í sam-
band við menningarlífið, án
þess við þurfum að þyrpast sam-
an. Bíllinn, sem næstum allar
fjölskyldur eiga, gerir okkur
kleift að komast fljótt hver til
annars — ef við aðeins þyrp-
umst ekki svo mikið saman, að
bílarnir komist ekki leiðar sinn-
ar. Fjarlægðir eru ekki lengur
til: tíu mílur í útborg eru minna
en ein míla inni í borginni! Það
er ekki lengur nein ástæða til
þess, að allar skrifstofur hópist
saman í miðri stórborg. Þær
geta gegnt hlutverki sínu eins
vel, já betur, utan við borgina,
eða í dreifbyggðum útborgum,
þar sem fólk getur auðveldlega
ekið um í bílum sínum. Og í
stríði — í stríði er stórborgin
eins og skelfileg gildra. í nú-
tímastyrjöld — sem guð gefi
að aldrei verði — eru stórborg-
arbúarnir dauðadæmdir.“
Samtöl í þessum dúr mátti
hvarvetna heyra í Bandaríkjun-
um. Það vakti athygli mína, að
næstum öll þau heimili, sem ég
koma á, voru í útborgum. Oft-
ast voru þetta ungar f jölskyld-
ur, sem snúið hafa baki við stór-
borginni, þar sem börnin þríf-
ast ekki, og flutt út í einbýlis-
hús með garði í kringum, bílskúr
og leikvelli, þar sem guli skóla-
bíllinn ekur framhjá kvölds og
morgna.
En útborgin er ekki gagnger
lausn á vandamálum stórborg-
arlífsins, hún er aðeins mála-
miðlun. Hún gerir húsmæðrun-
um og börnunum kleift að lifa
frjálsara og heilbrigðara lífi.
En húsbóndinn og aðrir þeir
sem atvinnu stunda utan heim-
ilisins, verða að aka hina löngu
leið til hjarta stórborgarinnar
og aftur heim, stundum tveggja
tíma ferð með lest fimm daga
vikunnar (oftast er tilgangs-
laust að reyna að fara í einka-
bíl). Það er langur dauður tími
á einni mannsævi! Þessi til-
gangslausa tímasóun er ögrun
við heilbrigða skynsemi — og
einmitt þessvegna er flutning-
urinn til útborganna ef til vill
aðeins fyrsta stig þróunar, sem
gerbreyta mun samfélagsbygg-
ingunni í Bandaríkjunum. Þró-
unin er þegar orðin stórfelld.
Hún hefur lengi verið í undir-
búningi — en eftir síðari heims-
styrjöldina hefur henni miðað
áfram með risaskrefum.
Þegar vesturfarir Evrópu-