Úrval - 01.08.1955, Síða 79

Úrval - 01.08.1955, Síða 79
BRÉF HINNA DAUÐADÆMDU 77 I raun og veru er það trú þeirra, sem þeir eru stoltir af, hún er uppsprettan að staðfestu þeirra og þarf ekki að vera guðstrúarlegs eðlis í eiginleg- um, þröngum skilningi. Sumir eru guðhræddir. Þeir eru það stundum á hálf gamansaman hátt; þeir lofa ástvinum sín- um því, að þeir skuli finna sér ,,góðan samastað í himnaríki“. Stundum virðast þeir tefla fram trúarbrögðunum til hugg- unar öðrum, án þess að hirða um þau sjálfir, og ráðleggja þeim, sem eftir lifa: „Biðjið fyrir okkur. Það verður ylckur til góðs.“ Aðrir tala af sömu sannfæringu um himnaríki og endurfundinn þar: ,,Við mun- um öll fjögur hittast bráðum í himnaríki.“ Og hin fegursta sönnun um ágæti kristinnar kaþólskrar trúar kemur fram í bréfi þýzka aðstoðarprestsins, Hermanns Lange, til foreldra sinna rétt fyrr aftökuna: „Ef þið spyrðuð mig, hvernig mér er innanbrjósts gæti ég aðeins svarað ykkur: Eg er í fyrsta lagi glaður, í öðru lagi fullur af eftirvæntingu. Fyrir mér er öll þjáning, allt jarðneskt vol- æði búið þessa dagana — og „Guð mun þerra hvert tár úr augum ykkar“. Hvílík huggun, hvílíkur dásemdar kraftur sprettur ekki upp af trúnni á Krist, sem gekk á undan okk- ur út í dauðann. Á hann hef ég trúað, og einmitt í dag trúi ég heitar á hann og vil ekki að trú mín verði sér til smánar . . . Hvað getur hent eitt Guðs barn, hvað skyldi ég óttast? . . . Sjá, band kærleikans, sem bindur okkur hvert öðru, er ekki sundur skorið í dauðanum. Þið hugsið til mín í bænum ykkar, ég mun ætíð vera hjá ykkur, ég sem á mér enga takmörkun framar, hvorki í tíma né rúmi (( „Eg mun ætíð vera hjá ykk- ur“: Þeir sem eru hlutlausir gagnvart trúarbrögðum eða vísa þeim á bug, eru líka fullir af þessari hugsun, eins og Fernande, sem staðhæfir á síðustu stund ævinnar: „Ég hef ætíð staðið fast á sannfæringu minni, ég hef alltaf verið trú- leysingi". Já, það er merkilegt til frásagnar, að þeir, sem tala ekki um Guð og himnaríki, finna háleitari, andríkari og skáldlegri orð fyrir hugmynd- ina um framhaldslíf. „I dag dey ég, það er maídagur, við erum fjórir í klefanum og bíð- um þess, að við eigum að skiljast. Hjá ykkur, meðal ykk- ar mun ég vera, ásamt ykkur mun ég sitja á bekknum í garð- inum, andi minn mun ætíð vera hjá ykkur . . . Til ykkar mun ég brosa í morgunroðanum og ykk- ur mun ég kyssa með rökkrinu. Megi ástin en ekki hatrið ríkja í heiminum . . .“ „. . . Ég er lítilfjörlegur, og persóna mín mun fljótlega gleymast, en sú hugsjón, það líf, sem ég var þrunginn af, mun lifa áfram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.