Úrval - 01.08.1955, Síða 79
BRÉF HINNA DAUÐADÆMDU
77
I raun og veru er það trú
þeirra, sem þeir eru stoltir af,
hún er uppsprettan að staðfestu
þeirra og þarf ekki að vera
guðstrúarlegs eðlis í eiginleg-
um, þröngum skilningi. Sumir
eru guðhræddir. Þeir eru það
stundum á hálf gamansaman
hátt; þeir lofa ástvinum sín-
um því, að þeir skuli finna sér
,,góðan samastað í himnaríki“.
Stundum virðast þeir tefla
fram trúarbrögðunum til hugg-
unar öðrum, án þess að hirða
um þau sjálfir, og ráðleggja
þeim, sem eftir lifa: „Biðjið
fyrir okkur. Það verður ylckur
til góðs.“ Aðrir tala af sömu
sannfæringu um himnaríki og
endurfundinn þar: ,,Við mun-
um öll fjögur hittast bráðum í
himnaríki.“ Og hin fegursta
sönnun um ágæti kristinnar
kaþólskrar trúar kemur fram í
bréfi þýzka aðstoðarprestsins,
Hermanns Lange, til foreldra
sinna rétt fyrr aftökuna: „Ef
þið spyrðuð mig, hvernig mér
er innanbrjósts gæti ég aðeins
svarað ykkur: Eg er í fyrsta
lagi glaður, í öðru lagi fullur
af eftirvæntingu. Fyrir mér er
öll þjáning, allt jarðneskt vol-
æði búið þessa dagana — og
„Guð mun þerra hvert tár úr
augum ykkar“. Hvílík huggun,
hvílíkur dásemdar kraftur
sprettur ekki upp af trúnni á
Krist, sem gekk á undan okk-
ur út í dauðann. Á hann hef
ég trúað, og einmitt í dag trúi
ég heitar á hann og vil ekki að
trú mín verði sér til smánar
. . . Hvað getur hent eitt Guðs
barn, hvað skyldi ég óttast?
. . . Sjá, band kærleikans, sem
bindur okkur hvert öðru, er ekki
sundur skorið í dauðanum. Þið
hugsið til mín í bænum ykkar,
ég mun ætíð vera hjá ykkur,
ég sem á mér enga takmörkun
framar, hvorki í tíma né rúmi
((
„Eg mun ætíð vera hjá ykk-
ur“: Þeir sem eru hlutlausir
gagnvart trúarbrögðum eða
vísa þeim á bug, eru líka fullir
af þessari hugsun, eins og
Fernande, sem staðhæfir á
síðustu stund ævinnar: „Ég hef
ætíð staðið fast á sannfæringu
minni, ég hef alltaf verið trú-
leysingi". Já, það er merkilegt
til frásagnar, að þeir, sem tala
ekki um Guð og himnaríki,
finna háleitari, andríkari og
skáldlegri orð fyrir hugmynd-
ina um framhaldslíf. „I dag
dey ég, það er maídagur, við
erum fjórir í klefanum og bíð-
um þess, að við eigum að
skiljast. Hjá ykkur, meðal ykk-
ar mun ég vera, ásamt ykkur
mun ég sitja á bekknum í garð-
inum, andi minn mun ætíð vera
hjá ykkur . . . Til ykkar mun ég
brosa í morgunroðanum og ykk-
ur mun ég kyssa með rökkrinu.
Megi ástin en ekki hatrið ríkja
í heiminum . . .“ „. . . Ég er
lítilfjörlegur, og persóna mín
mun fljótlega gleymast, en sú
hugsjón, það líf, sem ég var
þrunginn af, mun lifa áfram.