Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 69
ÞAR SEM FAÐIRINN ER LEIKBRÓÐIR BARNANNA
67
®ða inn 1 landið þar sem þeir
liafa skipti á fiski og grænmeti.
Konurnar halda sig heima í
þorpinu eða safna villtum ávöxt-
um í útjaðri þess. Karlmennirn-
ir vinna erfiðustu störfin, en
þess í stað hvíla þeir sig um
miðjan daginn meðan kvenfólk-
ið búsýslar.
Fjölskyldan líkist í fljótu
bragði evrópskri fjölskyldu.
Fólk giftist og menn búa við
einkvæni, nema ættarhöfðing-
inn, sem hefur leyfi til að eiga
fleiri konur. Hjónabandið er
varanlegt samband, sem skuld-
bindur báða aðila til trúmensku
í kynlífi og felur í sér sjálfstætt
heimilishald. Jafnrétti ríkir
milli hjónanna. Allur bústofn,
inni og úti, er séreign. Maðurinn
á kofann, jörðina, húsdvrin
(sem eru næstum eingöngu grís-
ir), bátana, verkfærin, netin,
spjótin, ýmsa skartgripi, sem
notaðir eru við hátíðir og mikil-
vægar trúarathafnir. Konan á
klæðnað sinn, sem einkum eru
handunnin lendarklæði og pils,
að jafnaði á hún 15 til 20 slíkar
flíkur í ýmsum litum; einnig á
hún vatnsílátin og ýmsa aðra
húsmuni.
Fráburgðið er fjölskyldulífið
því sem tíðkast hjá okkur að
því leyti, að móðirin og ætt
hennar er hinn ráðandi aðili
samfélagsins. Skyldleiki og erfð-
ir eru aðeins rakin í móðurætt.
Bömin teljast til ættar móður-
innar. Drengir erfa virðingar-
stöður móðurbræðra sinna og
móðurbróðirinn er höfuð fjöl-
skyldunnar. Eignir hans ganga
að erfðum til systurbarn-
anna.
Tengsl föðurins við börnin eru
því mjög einkennileg. Eyja-
skeggjar hafa ekki hugmynd
um hlutdeild hans í frjóvgun-
inni; þeir trúa því, að börnin
séu sem örsmáir andar látin í
kvið móður sinnar og geri það
andi einhvers látins ættingja
hennar.
Sú goðsögn er svo falleg, að
rétt er að lofa lesendum að
heyra hana: Eftir dauðann fer
sálin til Tuma, eyjar hinna
dauðu, þar sem hún lifir sæl í
eilífri æsku. Þegar sálin, Ba-
loma, sér, að hár tekur að vaxa
á hörundi hennar og að höfuð-
hárin taka að grána, eða húð-
in verður hmkkótt, gerir hún
sér lítið fyrir og skiptir um ham
og endurfæðist ung og frísk með
svarta lokka og slétt hörund.
Um síðir getur andinn orðið
þreyttur á hinum sífelldu ham-
skiptum og vaknað hjá honum
löngun til að lifa aftur á jörð-
inni, þ. e. Trobriandeyjunum.
Hann tekur þá að yngjast og
heldur því áfram unz hann er
orðinn eins og ófætt barn.
,,Andabarnið“ berst nú með
öldum hafsins heim að strönd
eyjunnar, þar sem menn greina
andabörnin í fjarska sem hvíta
falda á öldunum. Eyjaskeggjar
segja, að þeir geti á nætumar
heyrt harmsöng hinna ófæddu,
„Úa, úa“, í nið hafsins og þyt