Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 60

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL okkur í blöðin. Kona bæjarfull- trúa sagði við mig: „UNESCO er sama og SÞ og hvorttveggja er útlent. Við höfum alltof mik- ið af útlendingum hér í Frakk- landi. Þessvegna er hér fullt af njósnurum." Maður úr sama bæjarhluta sagði við mig: „Tak- ið ekkert mark á því sem fólk hér hugsar; það er heimskt; ég veit hvað UNESCO er. Það er amerísk flík (sic.)“. Við skýrðum fyrir honum, að UNESCO væri alþjóðastofnun, og auk þess störfuðum við undir stjórn Ecole Pratique des Hau- tes Etudes í París. Hann lét það gott heita. Svo bætti hann við: „I stríðinu faldi ég hjá mér amerískan flugmann í nokkra mánuði, þangað til honum tókst að flýja. Eftir stríð fengum við stutt þakkarbréf frá honum. Ég ætlaðist svo sem ekki til neins. En haldið þið að hann hafi sent okkur pakka ? Ekki einn einasta . . . Þið getið sagt þeim það þegar þið sjáið þá.“ Yfirleitt tók fólkið okkur með vinsemd, en enginn vildi viður- kenna, að UNESCO væri annað en amerísk stofnun. Sumir bæj- arfulltrúanna spurðu, hvort bærinn mundi geta fengið nokkra aðstoð frá UNESCO. Einn þeirra kynnti okkur gler- framleiðanda með þessum orð- um: „Hér eru tveir menn frá UNESCO. Okkur er sæmd að því að fá þá hingað . . . og ef til vill geturðu haft eitthvert gagn af þeim.“ Viðhorf fólksins til útlend- inga var breytilegt, eins og við var að búast. Það leit á aðrar þjóðir frá ýmsum sjónarhólum. Þegar það talar (vel) um Breta og (illa) um Þjóðverja, þá er það reynsla fortíðarinnar, sem leggur þeim orð í munn. En á Rússa og Ameríkumenn lítur það í ljósi þess sem er að ger- ast. Skoðanirnar á þessum tveim þjóðum mótast af því að hve miklu leyti gerðir þeirra vekja ugg. I öðrum flokki eru þjóðir eins og Belgar, Luxemburgarmenn og Svisslendingar. Þær fá gott orð, eru taldar friðsamar og til eftirbreytni. Loks er þriðji flokkurinn. Það eru fjarlægar þjóðir eins og Kínverjar, Japanir og Indverjar, sem engum stendur stuggur af. fbúar Nouville láta sér fátt um þær, til eða frá. Skoðanir sínar á þeim hafa þeir af bókum og þeir játa fúslega, að þær kunni að vera rangar. ' Tvær spurningar voru lagðar fyrir íbúa Nouville. Sú fyrri var: „Strikið undir þær af eftir- töldum þjóðum, sem yður geðj- ast bezt að, og strikið yfir þær, sem þér hafið mestan ímugust á: Ameríkumenn, Belgar, Eng- lendingar, Gyðingar, Júgóslav- ar, Kínverjar, Rússar, Spánverj- ar, Svisslendingar, Þjóðverjar.“ Svörin (sjá töflu I hér á eftir) sýna ekki verulegan mun á bændum og verkamönnum. Önn- ur spurningin var þannig, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.