Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 75
ÞAR SEM FAÐIRINN ER LEIKBRÓÐIR BARNANNA
7S
þá saman við aðra eyþjóð, sem
býr á Amphletteyjunum aðeins
50 km sunnar. Þar er loftslag hið
sama, svo og staðhættir og at-
vinnuskilyrði; eyjaskeggjar eru
auk þess af sama kynþætti og
tala sömu tungu og Trobriandar,
en lifa við eindregið ættföður-
legt skipulag; siðgæði í kynferð-
ismálum er mjög strangt, m.
a. eru ógiftu fólki bönnuð kyn-
ferðismök.
Malinowski fann engin dæmi
meðal Trobrianda um móður-
svki, taugakippi, nauðhyggju,
eða önnur taugaveiklunarein-
kenni; en þegar hann kom til
Amphletteyjanna hitti hann
þar fyrir, sér til mikillar undr-
unar, samfélag þar sem mjög
bar á ýmiskonar taugaveiklun
og geðrænum göllum. Á Trobri-
andeyjunum var fólkið opin-
skátt, glaðlynt og þægilegt við-
skiptis, en á Amphlettaeyjun-
um var það tortryggið, vanstillt,
kröfuhart og firtið og reiddist
iðulega ef það var spurt. Mjög
erfitt var að gera þjóðfræði-
legar athuganir meðal eyja-
skeggja, því að þeir skrökvuðu
af ótta þegar þeir voru spurðir.
Enginn efi er á, að aðrar
uppeldisaðferðir hæfa 20. öld-
inni en þeirri 19., jafnstórkost-
legar breytingar og orðið hafa
á öllum sviðum. Það er ekki
hægt að knýja þróunina aftur á
bak. Strangt, gamaldags upp-
eldi, sem var „nógu gott“ fyrir
afa okkar og ömmur, hæfir okk-
ur ekki. Aðferðir frumstæðra
náttúruþjóða er heldur ekki
hægt að flytja inn á þá stein-
auðn, sem við lifum á, bar sem
forboð mæta okkur við hvert
fótmál og fjöldinn býr við
þrengsli eða húsnæðisskort, þar
sem ríkir háþróuð tækni og ó-
hóflegar kröfur um menntun eru
gerðar til þeirra, sem fylgjast
vilja með. I leit okkar verðum
við að finna hið bezta í því
gamla og vera opin fyrir öllu
nýju. Uppeldi er list — og eng-
inn verður listamaður af því
einu að gera eftirlíkingar.
□—-n
Veiðimannstilburðir.
Hann var nýbúinn að eignast fyrstu silungastöngina sína og-
smábranda beit á hjá honum. Veiðihugurinn greip hann og-
hann vatt upp á hjólið í ákafa — unz línan var öll undin upp og'
brandan nam við stangarendann.
„Hvað á ég nú að gera?“ spurði hann félaga sinn.
„Klifraðu upp stöngina og rektu hann í gegn,“ var svarið.
— Wit Parade.