Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
þeim; nú voru þeir á ferli, til-
tölulega frískir, en innan í þeim
small, suðaði og hvæsti. Það eru
einmitt svona tilfelli, sem pró-
fessoramir vilja helzt leggja
fyrir prófsveina. Almenn van-
heilsa með óljósum einkennum
eða torkennilegt æxli eru allt
of vafasöm tilfelli, en auðheyri-
legt skrölt í lungum auðveldar
prófessornum úrskurðinn, ef
prófsveininum verður á í mess-
unni.
Fyrir ómakið fá sjúklingarnir
sjö shillinga og sex pence og
te og bollur á eftir. En flestir
mundu fúslega hafa komið þótt
ekkert hefði verið í boði. Próf-
skoðunin var helzti viðburður
ársins í lífi þeirra. Mánaðarlega
komu þeir á spítalann og sýndu
einum lækni sjúkdómseinkenn-
in, sem þeir voru svo stoltir af,
og ræddu um veikindi sín við
aðra sjúklinga í biðstofunni, en
við prófskoðun skoðuðu þá
hundruð lækna — eða læknis-
efna — og þeir fengu tækifæri
til að skiptast á skoðunum við
sannkallað úrval þjáningar-
bræðra og -systra.
Ég kom tímanlega, til þess að
geta spurt þá, sem þegar höfðu
verið prófaðir, um tilfellin. Ég
vissi, að Benskin hafði verið
með þeim fyrstu og svipaðist
um eftir honum í anddyrinu.
„Það er astmatilfelli með
rauðan hálsklút,“ sagði hann
greiðvikinn. ,,Og náungi með
emfysem rétt innan við dyrnar
— ef þú færð hann, skaltu ekki
gleyma að líta á magann á hon-
um, því að hann er líka með
kviðslit."
Ég lagði mér þetta á minni.
,,Og svo er það lítil telpa með
opið ductus arteriosus. Hún er
auðþekkt, hún er eina barnið
í salnum. Já, og svo er kven-
maður með útbrunninn tabes.
Prófessorinn mun spyrja hvaða
meðferð hún eigi að fá, og svar-
ið sem hann vill fá er „enga“.
Ég kinkaði kolli, þakkaði hon-
um fyrir og fór inn í prófsalinn.
Inni var mikið um að vera; mér
fannst ég vera kominn inn í
móttökusal þar sem sjúklingar
lágu til skoðunar eins og véla-
hlutar á færibandi í verksmiðju.
Þeir lágu á legubekkjum, rúm-
um og börum í löngum röðum,
en á milli voru hlífar. Á þönum
milli þeirra voru margar hjúkr-
unarkonur, prófessorar í hvít-
um kirtlum og brjóstumkennan-
legir prófsveinar með hlustpíp-
urnar dinglandi aftan á sér, eins
og rófa á hvolpi, sem hefur ver-
ið barinn.
Ég lenti hjá lágvöxnum,
þybbnum og einstaklega elsku-
legum prófessor. „Góðan dag-
inn, góðan daginn,“ sagði hann
vingjarnlega. „Hvaðan komið
þér? Nú, frá Swithin? Hvenær
ætlið þið að vinna knattspyrnu-
bikarinn? Nú, já, þér getið
skemmt yður við ungu, laglegu
stúlkuna þarna í horninu, ég
kem eftir tuttugu mínútur.“
Hún var vissulega snotur.
Rauðhærð og vöxturinn eins og