Úrval - 01.08.1955, Page 38

Úrval - 01.08.1955, Page 38
36 ÚRVAL þeim; nú voru þeir á ferli, til- tölulega frískir, en innan í þeim small, suðaði og hvæsti. Það eru einmitt svona tilfelli, sem pró- fessoramir vilja helzt leggja fyrir prófsveina. Almenn van- heilsa með óljósum einkennum eða torkennilegt æxli eru allt of vafasöm tilfelli, en auðheyri- legt skrölt í lungum auðveldar prófessornum úrskurðinn, ef prófsveininum verður á í mess- unni. Fyrir ómakið fá sjúklingarnir sjö shillinga og sex pence og te og bollur á eftir. En flestir mundu fúslega hafa komið þótt ekkert hefði verið í boði. Próf- skoðunin var helzti viðburður ársins í lífi þeirra. Mánaðarlega komu þeir á spítalann og sýndu einum lækni sjúkdómseinkenn- in, sem þeir voru svo stoltir af, og ræddu um veikindi sín við aðra sjúklinga í biðstofunni, en við prófskoðun skoðuðu þá hundruð lækna — eða læknis- efna — og þeir fengu tækifæri til að skiptast á skoðunum við sannkallað úrval þjáningar- bræðra og -systra. Ég kom tímanlega, til þess að geta spurt þá, sem þegar höfðu verið prófaðir, um tilfellin. Ég vissi, að Benskin hafði verið með þeim fyrstu og svipaðist um eftir honum í anddyrinu. „Það er astmatilfelli með rauðan hálsklút,“ sagði hann greiðvikinn. ,,Og náungi með emfysem rétt innan við dyrnar — ef þú færð hann, skaltu ekki gleyma að líta á magann á hon- um, því að hann er líka með kviðslit." Ég lagði mér þetta á minni. ,,Og svo er það lítil telpa með opið ductus arteriosus. Hún er auðþekkt, hún er eina barnið í salnum. Já, og svo er kven- maður með útbrunninn tabes. Prófessorinn mun spyrja hvaða meðferð hún eigi að fá, og svar- ið sem hann vill fá er „enga“. Ég kinkaði kolli, þakkaði hon- um fyrir og fór inn í prófsalinn. Inni var mikið um að vera; mér fannst ég vera kominn inn í móttökusal þar sem sjúklingar lágu til skoðunar eins og véla- hlutar á færibandi í verksmiðju. Þeir lágu á legubekkjum, rúm- um og börum í löngum röðum, en á milli voru hlífar. Á þönum milli þeirra voru margar hjúkr- unarkonur, prófessorar í hvít- um kirtlum og brjóstumkennan- legir prófsveinar með hlustpíp- urnar dinglandi aftan á sér, eins og rófa á hvolpi, sem hefur ver- ið barinn. Ég lenti hjá lágvöxnum, þybbnum og einstaklega elsku- legum prófessor. „Góðan dag- inn, góðan daginn,“ sagði hann vingjarnlega. „Hvaðan komið þér? Nú, frá Swithin? Hvenær ætlið þið að vinna knattspyrnu- bikarinn? Nú, já, þér getið skemmt yður við ungu, laglegu stúlkuna þarna í horninu, ég kem eftir tuttugu mínútur.“ Hún var vissulega snotur. Rauðhærð og vöxturinn eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.