Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 65
SAMANBURÐUR Á EVRÓPSKUM OG AMERlSKUM EIGINKONUM 63
legt jafnrétti er. Amerískar
konur hér í borginni virðast
þjást af öryggisleysi, rétt eins
og tök þeirra á trúnaði eigin-
mannsins byggist eingöngu á
hárgreiðslu þeirra eða kyn-
þokka.
Evrópsk eiginkona hugs-
ar aftur á móti sem svo: það
getur verið að hann sé smáveg-
is skotinn í stúlkunni, sem hann
borðar með hádegisverð á skrif-
stofunni eða dansar við í veizl-
unni, en ég er konan hans, með-
eigandi hans í því fyrirtæki,
sem er okkur báðum meira virði
en allt annað í lífinu. Hún get-
ur hlegið að alvörulausu daðri
hans og tryllist ekki þó að hann
hringi til að segja að hann komi
seint heim.“
Frönsk kona fyrrverandi fall-
hlífarhermanns í bandaríska
hernum sagði við mig á heimili
sínu: „Það mun vera almennt
álit, að við franskar konur höf-
um allan hugann við daður og
ástir, en mér virðist, að það
séu einmitt amerískar konur,
sem lifa í sífelldum ótta við, að
eiginmenn þeirra láti þær sigla
sinn sjó strax og einhver yngri
og fallegri verður á vegi þeirra.
Hafa þær enga trú á sjálfri
sér og stöðu sinni? Sönn eigin-
kona þarf ekki að hafa áhyggjur
af æsku og útlitsfegurð, af því
að maðurinn hennar kaus hana
vegna alls þess sem hann sótt-
ist eftir í fari eiginkonu.“
Margir amerískir eiginmenn
sögðu mér, að þetta viðhorf
væri þeim mjög að skapi, en
ekki af því að það gæfi þeim
meira frjálsræði í ástum. Ame-
rískir eiginmenn eru allstaðar
taldar til fyrirmyndar um trú-
mennsku. En þessi afstaða
evrópskra kvenna eyðir allri ó-
þarfa afbrýðisemi, sem er eins
og farg á flestum amerískum
hjónaböndum, og jafnframt
veitir hún trausta öryggis-
kennd.
Ég lét í ljós það álit mitt
við kaþólskan prest í Þýzka-
landi, að ástæðan til þess að
hjónabönd amerískra manna og
evrópskra kvenna endast bet-
ur vestra en hrein amerísk
hjónabönd, sé ef til vill sú, að
erfiðara er fyrir útlendar eig-
inkonur að „hlaupa heim til
mömmu,“ en amerískar konur.
„Það er án efa rétt,“ sagði
hann, „en ein ástæðan til þess
að stofnað er til þessara hjóna-
banda er sú, að Ameríkumenn
finna, að evrópskar stúlkur eru
ekki reiðubúnar að stökkva
burtu á hverri stundu; þær eru
aldar upp við það, að setja
traust sitt á karlmennina, og
það gerir þær meira aðlaðandi
í augum þeirra. Amerískar
stúlkur eru of óháðar, efnahags-
lega og félagslega."
í hjónabandi við evrópskar
konur finna Ameríkumenn á-
nægju og notalega vellíðan, sem
áður var þeim ókunn. Liðsfor-
ingi í Englandi, kvæntur skozkri
konu, sagði við mig: „Ég hef
sannreynt, að hinn gamli.