Úrval - 01.08.1955, Síða 83

Úrval - 01.08.1955, Síða 83
LÝST SKURÐAÐGERÐ A LUNGA 8L Já, það er ætlun læknanna að gefa henni heilsuna aftur, svo að hún geti horfið heim til mannsins og barnanna þriggja sem ný manneskja. Þeir ætla að skera burtu sjúka hlutann úr lunga hennar. Læknarnir, sem ætla að framkvæma verkið, eru fjórir. Heilbrigðisstjórnin hefur falið þeim það hlutverk að ferðast um landið ásamt einni skuðrhjúkrunarkonu til að framkvæma skurðaðgerðir á berklasjúklingum. Til þessara ó- venjulegu ráðstafana var gripið vegna þess að helztu sjúkrahús landsins önnuðu ekki starfinu. Berklasjúklingar biðu í hópum eftir aðgerð og stundum kom hjálpin of seint. Aðalskurðlækn- irinn er sænskur, en aðstoðar- menn hans eru af þrem þjóðern- um: einn amerískur, annar franskur og sá þriðji, svæfing- arlæknirinn, er kínverskur. Þessi sundurleiti hópur er nú orðinn svo samæfður, eftir að hafa gert mörg hundruð upp- skurði, að allt gengur eins og í vél, varla mælt orð. Frú Kristensson er með cav- ern í hægra lungnabroddi — með cavern er átt við, að berkl- arnir hafa étið sig inn í lungað og myndað holrúm með gegn- sýktum veggjum. Fyrir 1947 var meðalaldur sjúklings með berklahol í lunga 1—2 ár. Árið 1947 var farið að nota PAS, INH og streptomycin við berkl- um og í upphafi tengdu menn miklar vonir við þau. Það myndaðist hylki utan um hina sjúka blett og hann virtist læknast. En það kom brátt í ljós, að sýklarnir urðu lítt næm- ir eða ónæmir fyrir lyfjunum og lifðu áfram. Það varð að skera burtu berklaholin, ef sjúklingurinn átti að fá fullan bata. Og nú fjölgar slíkum skurðaðgerðum stöðugt, jafn- framt því sem skurðtækninni fleygir fram. Frú Kristensson veifar glað- lega í kveðjuskyni til stofu- félaga sinna morguninn sem henni er ekið upp í skurðstof- una. Rólyndið er nú raunar ekki einungis þáttur í eðli henn- ar; hún hefur fengið fleiri en eina sprautu af róandi lyfjum. Hún liggur í rúmi fyrir utan skurðstofuna, blundar annað- slagið en talar þess á milli ró- leg og æðrulaus. Inni í skurð- stofunni eru skurðhjúkrunar- konan og svæfingarlæknirinn að undirbúa allt fyrir aðgerð- ina. Klukkan er 8.15 að morgni. Svo er henni ekið inn. Að- stoðarhjúkrunarkona tekur fram handa mér hvítan kirtil, húfu og grisju fyrir vitin. Ég get ekki leynt því, að ég er dálítið kvíðin, en hjúkrunar- konan hughreystir mig. „Minn- ist þess að sjúklingurinn veit ekkert af þessu. Látið það ekki fá á yður þó að þér sjáið dá- lítið blóð.“ Frú Kristensson hefur nú ver- ið bundin á skurðarborðið. Svæfingarlæknirinn mælir blóð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.