Úrval - 01.08.1955, Page 36

Úrval - 01.08.1955, Page 36
34 tJR VAL „Það hefði ég átt að vita. Revnið aftur!“ Ég reyndi að einbeita hugan- um og stamaði út úr mér svari. Prófessorinn starði á vegginn og rumdi í honum öðru hvoru — önnur merki þess að honum væri kunnugt um návist mína sýndi hann ekki. Klukkan hringdi og ég flutti mig á stólinn andspænis Times. Blaðið féll niður og að baki þess birtist góðlátlegur, ungur mað- ur með stór gleraugu, sem léðu andliti hans sífelldan undrunar- svip. Hann leit á mig eins og hann furðaði sig á að sjá mig þarna, og hverju svari mínu tók hann með sama undrunar- svipnum. Mér fannst þetta mjög óþægilegt. Hann ýtti til mín lokaðri glér- krukku. f henni flaut kjötstykki, sem hefði getað verið leifar af sunnudagssteikinni. „Hvað er þetta?“ spurði hann. Ég tók krukkuna og athugaði hana gaumgæfilega. Ég var orð- inn leikinn í að vara mig á svona gildrum í sjúkdómafræði. Fyrsta ráðið var að snúa krukkunni við, því að oft var merkimiði á botninum. Væri maður enn í vafa, gat maður hnerrað eða látið hana renna úr óstyrkum höndum sér, svo að hún færi í mél á gólfinu. Ég sneri krukkunni við og sá mér til sárra vonbrigða, að merkimiðinn hafði verið tekinn af. Til allrar óhamingju var svo mikið botnfall í krukkunni, að hún varð innan að sjá eins og glerkúlurnar með Eiffelturnin- um í, þessar kúlur, sem fyllast snjófjúki þegar þeim er hvolft. Þegar ég sneri krukkunni við aftur, gat ég ekki einu sinni greint stykkið. „Lifur,“ sagði ég hikandi. „Hvað?“ hrópaði undrunar- svipurinn. Hinn prófessorinn, sem tekið hafði aftur upp skrift- ir sínar, lagði með ógeði frá. sér pennann og glápti á mig. „Lunga, á ég við,“ flýtti ég mér að segja. „Það er nær sanni. Hvað er að því?“ Stykkið maraði í hvítkornóttu grugginu og gaf mér engar vís- bendingar, svo að ég varð að geta aftur. „Lungnabólga. Á stigi hvítr- ar hepatisationar.“ Undrunarsvipurinn kinkaði kolli. „Hvernig prófar maður barnaveikisserum ?“spurðihann. „Maður sprautar því í mar- svín.“ „Já, en dýrið verður þó að vera af standard þyngd, er það ekki?“ „Jú, auðvitað . . . hundrað kíló.“ Prófessorarnir skelltu báðir upp úr. „Sei, sei! Það væri dálagleg skepna,“ sagði sá gildvaxni. „Fyrirgefið!“ stamaði ég í öngum mínum. „Ég meinti auð- vitað 100 millígrömm.“ Aftur gall við hlátur. Prófess- orarnir við næstu borð litu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.