Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 7
SKÖPUNAR-„UNDRIÐ'
þótt sjálfsagt sé að geta þess,
að um hana eru þeir hvergi
nærri á einu máli. Ef þér viljið
vita um nýjustu kenningar í
þessu efni, ráðlegg ég yður að
lesa mjög athyglisverða bók
eftir Hoyle, sem heitir Uppruni
og eðli alheimsins1. Þar er að
finna ýmsar nýstárlegar upplýs-
ingar, svo sem þær, að í heim-
inum séu stöðugt að verða til
atóm, við einskonar ,,sísköpun“.
Þar má einnig sjá, að hinar
gömlu kenningar um uppruna
jarðarinnar — frá Laplace2 til
nýlegri kenninga Jeans3 —
finna ekki lengur náð fyrir aug-
um stjörnufræðinga.
Kenning Jeans var sú, að
jörðin hefði rifnað út úr sólinni
fyrir áhrif stjörnu, sem fór
nærri sólu. Sú stjarna hafi vald-
ið því sem kalla mætti stórkost-
lega flóðbylgju á sólinni. En
samkvæmt kenningu Hoyles er
jörðin alls ekki dóttir sólarinn-
ar! Hún varð til við sprengingu
stjörnu. Loftskýin, sem þessi
sprenging myndaði, lentu í að-
dráttaraflssviði sólarinnar og
þéttust í plánetur, og er jörðin
ein af þeim.
Auðvitað er ég ekki dómbær
um þessar kenningar. Líffræðin
er sannarlega nægilegt viðfangs-
efni fyrir mig! Við skulum því,
með yðar samþykki, gera ráð
fyrir að jörðin sé til, og að hún
1 Er til á íslenzku.
- Franskur stjörnufr. (1749-1827).
3 Brezkur stjörnufr. (1877-1946).
kunni að hafa orðið til úr
stjörnu, segjum fyrir tveim eða
þrem þúsund milljónum ára. En
hvernig svo sem jörðin hefur
orðið til, er víst að einu sinni
fyrir ævalöngu var hún glóandi
heit: allt of heit til þess að
nokkurt líf gæti þrifizt á yfir-
boi’ði hennar, eða að minnsta
kosti frymislíf (protplasmic
life) eins og við þekkjum það
— og við höfum ekki rétt til að
tala um neina aðra tegund lífs.
Sjálfkviknun Iífs?
I rás tímans kólnaði jörðin
smámsaman, unz líf birtist á
henni. Hvað gerðist? Sú spurn-
ing er viðfangsefni líffræðings-
ins. Spurning, sem við verðum
að leita svars við. Lífið á jörð-
inni er að minnsta kosti 1500
milljóna ára gamalt, og telja
má víst, að fyrstu lífverurnar
hafi verið örsmáar, einfaldar að
byggingu og mjög viðkvæmar.
Óhugsandi er að af þeim hafi
getað myndazt steingervingar.
Rannsóknir á steingervingum
geta því ekki gefið okkur neinar
gagnlegar upplýsingar um þess-
ar smáverur. Við verðum að láta
okkur nægja tilgátur um upp-
runa fyrstu lífveranna á jörð-
inni.
Og það er enn erfiðara að
setja fram slíkar tilgátur fyrir
það, að við þær aðstæður sem
nú ríkja kviknar líf aldrei sjálf-
krafa. Enginn maður hefur
nokkru sinni séð lífveru, jafn-
vel ekki af frumstæðustu gerð,