Úrval - 01.10.1955, Síða 16

Úrval - 01.10.1955, Síða 16
14 ÚRVAL verið skýrt rakin þannig. I þess- um jarðlögum sjáum við raun- verulega alla þróun dýraríkisins í stórum dráttum, allt frá hryggleysingjum til mannsins. Rannsóknir á steingervingum hafa einnig sýnt okkur, að til hafa verið dýrategundir sem að gerð og lögun voru millistig eða tengiliðir milli dýraflokka, sem nú eru mjög ólíkir hver öðrum. Til dæmis hafa fundizt tengi- liðir milli fiska og salamandra. milli salamandra og skriðdýra og milli skriðdýra og spendýra. Og svo eru að sjálfsögðu milli- stigin sem leiða til mannsins. Andstæðingar þróunarkenn- ingarinnar neita því, að hér sé um millistig eða tengiliði að ræða og færa fram hin og þessi líffærafræðileg rök fyrir því, að þessar tegundir geti ekki verið raunverulegir tengiliðir milli þeirra flokka, sem þær virðast eigi að síður tengja saman. En jafnvel þó að þessir menn hefðu rétt fyrir sér í þessu efni, er fræðilegt gildi slíkra millistigs- tegunda að mínu áliti jafnmikið eftir sem áður. Að minnsta kosti gefa slíkar tegundir okkur nokkra hugmynd um hvernig O- breytingar úr einni tegund í aðra hljóta að hafa gerzt. Nei, ég kem ekki auga á neina kenn- ingu, er geti komið í stað þró- unarkenningarinnar, en þar með er ekki sagt, að þróunin, sem sjálf skýrir svo margt, hafi ver- ið skýrð, fjarri því. P. B.: Það hefur mikið ver- ið talað um fund bláfisksins (coelacanth) fyrir ströndum Suður-Afríku og gildi hans fyr- ir þróunarkennniguna. Hver er skoðun yðar á því? J. R.: Að sjálfsögðu var fund- ur bláfisksins mjög merkilegur, þó ekki væri nema af þeirri á- stæðu, að við vitum nú, að sum- ar fiskitegundir, sem menn héldu að væru útdauðar (og sem teljast til forfeðra spendýr- anna) eru enn við lýði. En fundur bláfisksins mun tæpast færa okkur í hendur nýjar sönn- ur á raungildi þróunarinnar. Auk þess virðist mér að ekki sé þörf á frekari vitnisburði um sannleiksgildi þróunarkenning- arinnar, því að hún er, og mun að mínu áliti alltaf verða, eina skynsamlega skýringin á mynd- unarsögu hins lifandi heims. O HUGGUN. Sjóveiki farþeginn stundi: „Ö, góði þjónn, í guðsbænum segið mér — hvað erum við langt frá landi?" „Aðeins hálfa aðra mílu,“ sagði þjónninn hughreystandi. „Ö, guði sé lof. 1 hvaða átt? „Beint niður!“ — Buffalo News.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.