Úrval - 01.10.1955, Síða 17

Úrval - 01.10.1955, Síða 17
Sænskur uppeldisfræðingur flutti nýlega í sænska útvarpið eftiríarandi er- Indi, sem hann kallaði — Hugleiöingar um uppeldi. Úr „Hörde Ni“, eftir Sten Hallqvist. KONA, sem var afdráttarlaus í skoðunum sínum, hóf upp hvella raust sína í samkvæmi, þar sem rætt var um uppeldis- mál, og sagði: „Börn eiga að læra að hlýða, það er aðalat- riðið.“ Þessi athugasemd konunnar getur verið íhugunarefni. Ef við í uppeldi barna okkar hugsum um það eitt, að þau geri eins og við segjum þeim, eru þau þá ekki til okkar vegna, til þess að þóknast okkur og láta að eigingjörnum vilja okkar og oft harla skrítnum skoðunum ? Eiga þau að vera spegilmynd af okk- ur, sem höfum svo marga galla og bresti, hýsum í sál okkar allt í senn: hugleysi, forherðingu og yfirdrepsskap ? Eru þau í heim- inn komin til að endurtaka okk- ur? Gegn þessari skoðun, sem er býsna algeng, langar mig til að tefla smákvæði eftir Bengt Ny- ström: Ack barn bli manniskor med egna viljor, som aldrig du kan tamja eller kvasa. Du lar dem gá langs golvets sletta tiljor, du lar dem tala och du lar dem lasa Det finns dock' ett du standig máste veta: allting ar deras, ingenting ditt eget, och deras ögon máste flamma heta och deras hjártan sluta sig förteget. De máste váxa efter egna lagar, de veta intet om ditt hjártas pina, och de ha egna fider, egna dagar. De áro. livets, Guds, men inte dina. Ég hallast frekar að skoðun Nyströms en konunnar. Uppeld- ið á ekki að vera kúgun, ekki heflun, ekki harðýðgisleg skip- unarorð, heldur tillitssöm hand- leiðsla, að svo miklu leyti, sem við getum leitt. Barnið er til sjálfs sín vegna, ekki vegna okk- ar. Þetta er sjálfsagður hlutur, en verður þó aldrei of oft end- urtekinn. Uppeldið á að miða að því að þroska sérkenni barns- ins sem einstaklings, persónu- leika þess, hæfileika þess — eins þótt þessi sérkenni, þessi per- sónuleiki, þessir hæfileikar, sé frábrugðið því sem við teljum sérkenni okkar og hæfileika. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.