Úrval - 01.10.1955, Síða 23

Úrval - 01.10.1955, Síða 23
HUGLEIÐINGAR UM UPPELDI 21 Svar: kannski einkum við það að komast í kynni við valdið — hið ytra valdboð, sem setur reglur um hvað sé leyfilegt og hvað bannað, og sem gætir þess að reglunum sé fylgt.“ Já, það er ekki alltaf tekið út með sældinni að ala upp frjálsa, sjálfstæða menn, með sjálfstæð- ar skoðanir og eigin sérkenni, og sjálfsagt finnst þreyttum kennara stundum, að meira en nóg sé af „sindrandi, uppruna- legu lífi“ í bekknum sínum, að ekki sé talað um örþreytta, margra barna móður. Sjálfsagt þurfum við stundum að grípa til húsbóndavaldsins, þegar börnin gerast of óstýrlát, og berja í borðið svo að bollarnir dansa. Það er ekki nema mann- legt og náttúrlegt, og við for- eldrar erum ekki nema menn, hversu ágætar skoðanir sem við höfum á uppeldismálum. Ég held að við höfum rétt til að reiðast öðru hvoru og láta reið- ina í ljós. Það er betra en að byrgja hana inni og láta hana eitra þar út frá sér. Seinna, þegar okkur er runnin mesta reiðin, getum við kannski hlegið bæði að sjálfum okkur og ó- þægðinni í krökkunum. Hversu skynsamlegar skoðanir sem við höfum á uppeldismálum getur ekki hjá því farið að árekstr- ar verði öðru hvoru. Þá er kímn- in undursamleg orkulind að leita til, hún er eins og smurolía, sem liðkar gang vélarinnar að nýju. En þeir sem ekki eiga þessa náðargáfu? Hvað eiga vesælir foreldrar, sem enga kímnigáfu hafa, að taka til bragðs — því að námskeið í kímni tíðkast víst ekki? Já, skorti kímnina, þá skulum við blátt áfram reyna að vera góö — eins góð og við viljum að barnið sé þegar það krýpur hvítklætt og les kvöld- bænina sína. Því að góðvild og kærleikur er alfa og ómega — upphaf og endir alls í uppeldi barns, og með góðvild og kær- leik má komast langt — jafnvel þótt maður hafi gamaldags skoðanir á uppeldismálum og finnist flest af því, sem ég hef sagt hér bull og vitleysa. Of ... Fáorður og feiminn unglingspiltur hafði tekið stúlkuna sína með sér í bíltúr. Samtalið gekk dræmt, og einu sinni eftir langa þögn sagði piltur- inn óðamála og eldrauður í framan: „Helena, viltu giftast mér?“ „Já,“ svaraði hún. Pilturinn ók áfram þögull. Þegar hálftími var liðinn án þess orð væri sagt, spurði Helena vandræðaleg: „Tómas, af hverju segirðu ekki neitt?" „Ég er þegár búinn að segja of mikið.“ — Grit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.